Þriðjudagur 16. apríl, 2024
0.1 C
Reykjavik

Fullt af fallegum heimilinum í nýjasta Hús og híbýli

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Á fallegri hæð og risi í Hlíðunum búa þau Freydís Guðný Hjálmarsdóttir og Emil Ásgrímsson ásamt fimm ára dóttur sinni Móeiði og tveimur yndælum kisum, þeim Lottu og Laxness.

Húsið var byggt árið 1948 og er þriggja hæða steinhús í íslenskum funkisstíl eftirstríðsáranna. Íbúðina keyptu þau árið 2016 í fremur slæmu ástandi en þau elska að gera upp eldri eignir og skapa notalegt andrúmsloft. Þessa dagana eru þau á fullu að gera upp risið fyrir stækkun fjölskyldunnar en þau eiga von lítilli stúlku í júlí.

 

Ást í London

Þau Freydís og Emil kynntust í London þar sem þau stunduðu bæði nám. Emil lagði stund á grafíska hönnun í Central St. Martins College of Arts & Design og Freydís er lærður næringarfræðingur og innhanhússhönnuður. Árið 2012 áttu þau von á barni og þá lá leið þeirra aftur heim til Íslands. Þegar heim var komið starfaði Emil sem hönnunarstjóri fyrir Sagafilm, en hefur nú verið sjálfstætt starfandi í rúmt ár og er með vinnurými í Gasstöðinni við Hlemm. Freydís starfar sem næringarfræðingur hjá Klíníkinni í Ármúla ásamt því að taka að sér verkefni við innanhússhönnun.

- Auglýsing -

Dreymdi um að eignast hæð og ris

Þau Emil og Freydís hafa búið á þremur stöðum í Hlíðunum frá því að þau fluttu aftur til Íslands. En þau höfðu verið á höttunum efrir hæð og risi í Hlíðunum í þónokkurn tíma og loksins datt rétta íbúðin inn. Eignin eru rúmir 190 fm allt í allt með risi og bílskúr en í augnablikinu búa þau eingöngu á hæðinni sem eru tæpir 120 fm meðan þau vinna í endurbótum á risinu. Stefnan er þá að flytja öll svefnherbergin upp í risið og nýta hæðina í eldhús og stofur.

- Auglýsing -

.Elska að breyta og bæta

Parið hafði gert upp þrjár íbúðir saman áður en það flutti í þessa eign, en þær íbúðir innréttuðu þau meira út frá tískustraumum. Þau segja það hafa verið mjög svekkjandi þegar þau seldu, ef kaupendur rifu allt út sem þau höfðu lagt vinnu og metnað í. „Í þetta skiptið ákváðum að fara í klassískari og tímalausari stíl sem stæðist tímans tönn.“ Þau segjast hafa gjörsamlega hafa hreinsað all út þegar þau fengu afhent. „Við kaupum alltaf eitthvað sem er pínu ógeðslegt, rústum öllu og byggjum það aftur upp eftir okkar höfði,“ segir Emil.

Stílar frá ólíkum tímum

Hvernig myndum þið lýsa stílnum á heimlinu og hvaðan fáið þið innblástur? „Við erum svolítið að blanda saman stílum frá ólíkum tímum en það getur verið mjög vandmeðfarið. Stundum heldur maður að þetta sé allt að ganga upp en einhverjum öðrum finnst það ekki en það er víst alltaf svoleiðis.“ Freydís segir ýmislegt í gangi, klassískt, skandinavískt, módern, smávegis tvist af 70’s og svo nokkrir hlutir í Memphis-stílnum. „Stíllinn hjá manni er alltaf að þróast, fyrir háltíma síðan hataði ég dökkbláan, en núna elska ég hann!“

Nýtt, ferskt og hresst Hús og híbýli kemur út fimmtudaginn 1. mars! Stærra blað og smekkfullt af flottu efni.

Myndir úr innliti: Heiða Helgadóttir

Forsíðumynd: Hákon Davíð Björnsson

Texti: Elín Bríta

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -