Föstudagur 29. mars, 2024
-3.2 C
Reykjavik

Ísland tekur þátt í Eurovision í Ísrael

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ekki um pólitískan viðburð að ræða.

Tilkynnt var í morgun að Ísland yrði meðal þátttökuþjóða í Eurovision sem haldin verður í Tel Aviv næsta vor. Á vef RÚV er haft eftir Skarphéðni Guðmundssyni, dagskrárstjóra RÚV, að sú ákvörðun grundvallist á því að ekki sé um pólitískan viðburð að ræða heldur þvert á móti samkomu ólíkra þjóða sem allt frá stofnum hafi haft að megintilgangi og leiðarljósi að breiða út boðskap sameiningar- og friðarkrafts sem felst í dægurtónlist og menningu almennt.

Skorað hafði verið á RÚV að sniðganga keppnina vegna ástandsins á Gaza og framferðis stjórnvalda í Ísrael í garð Palestínumanna og Skarphéðinn fullyrðir að þær áskoranir hafi verið teknar alvarlega, en eftir mikla yfirlegu hafi verið tekin ákvörðun um að senda fulltrúa frá Íslandi í keppnina. Þar hafi vegið þungt að keppnin verði haldin í Tel Aviv en ekki Jerúsalem og einnig að allar Norðurlandaþjóðirnar ætli að taka þátt í keppninni. „Enn hefur ekki heyrst af þjóðum sem hyggjast sniðganga keppnina í Ísrael af pólitískum ástæðum. Almannaþjónustumiðlarnir á Norðurlöndunum hafa jafnan verið samstíga í slíkum efnum og hafa þeir allir nú þegar staðfest þátttöku sína,“ segir Skarphéðinn.

Ekki er langt síðan hópur listamanna birti opið bréf í breska blaðinu Guardian þar sem skorað var á Evrópulönd að sniðganga Eurovision í Ísrael. „Við getum ekki hugsað okkur að taka þátt í Eurovisiongleðinni með góðri samvisku á meðan Ísraelsríki og her þess beita Palestínumenn hrottalegu ofbeldi í næsta nágrenni,“ segir í bréfinu sem tveir íslenskir listamenn skrifuðu undir, þau Daði Freyr og Hildur Kristín Stefánsdóttir.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -