Laugardagur 20. apríl, 2024
7.1 C
Reykjavik

Sala á Royal-búðingi tók kipp vegna brúðkaups Harry og Meghan

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Það er vætanlega flestum kunnugt að Harry Bretaprins gekk að eiga sína heittelskuðu, leikkonuna Meghan Markle, í kappellu heilags Georgs í Windsor-kastala um helgina.

Sjá einnig: Stjörnurnar fjölmenntu í konunglega brúðkaupið.

Talið er að mörg hundruð milljónir manna hafi horft á brúðkaupið í beinni útsendingu og voru margir sem gerðu sér glaðan dag og buðu jafnvel í teiti með tilheyrandi veitingum í stíl við daginn. Það gerði til dæmis sælkerinn Eva Laufey:

Og hvað?! Til hamingju með daginn! ? #harryandmeghan

A post shared by Eva Laufey Kjaran Hermannsd. (@evalaufeykjaran) on

Sem lagði mikinn metnað í veitingarnar:

? ? ?

A post shared by Eva Laufey Kjaran Hermannsd. (@evalaufeykjaran) on

Einhverjir ákváðu að fagna þessum tímamótum með Royal-búðingi, en sala á honum tók kipp í aðdraganda brúðkaupsins að sögn Kristínar J. Rögnvaldsdóttur, sölustjóra hjá John Lindsay ehf. sem á og rekur matvælaframleiðandann Agnar Ludvigsson sem framleiðir Royal-vörurnar.

- Auglýsing -

„Royal tekur alltaf sölukipp við slíka viðburði og seldist vel fyrir helgi,“ segir Kristín og bætir við að karamellu- og súkkulaðibúðingarnir séu í miklu uppáhaldi hjá landanum.

„Allir eiga sinn uppáhalds Royal-búðing og karmellu og súkkulaði hafa verið söluhæstir. En vanillu sækir í sig veðrið og seldist vel fyrir helgina. Margir nota hann í ostakökur.“

Kristín segir enn fremur að mikil söluaukning hafi verið á Royal-búðingunum fyrir brúðkaup Kate Middleton og Vilhjálms Bretaprins, bróður Harry, en þau giftu sig þann 29. apríl árið 2011 í Westminster Abbey.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -