Fimmtudagur 28. mars, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Var bældur Abba-aðdáandi um áratuga skeið

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Hjálmar Lárusson, betur þekktur sem Dr. Gunni, fer ekki leynt með hverjar sínar sakbitnu sælur eru þegar kemur að tónlist.

Gunnar Þórðarson og Pálmi Gunnarsson (1984)

Þetta var mjög vönduð plata frá þessum höfuðsnillingum, en gekk ekki vel enda enginn hittari á henni. Þess í stað mátti heyra frábært diskólag um Gísla á Uppsölum, auk annarra ágætra laga. Það var mikill fílingur fyrir Gísla á Uppsölum á þessum tíma og endar platan á laginu Á Uppsölum, sem tileinkað er minningu Gísla. Vanmetið verk!

ELO –

Discovery (1979)

Seventísið hefur í seinni tíð haft á sér yfirbragð einskonar töffara útkynjunar. Allir með barta, sniffandi kókaín og lifandi fyrir daginn í dag. ELO rammar þetta allt saman inn með sínu ofur-pródúseraða kókaín-poppi. Hér drípur smjör af hverri nótu og rjómalagðar diskóbylgjur flæða um bakka. Eina ástæðan til að hlusta á Bylgjuna er að þar eru miklar líkur á að maður heyri í ELO!

ABBA – The Album (1977)

Abba er líklega besta hljómsveit í heimi á eftir Bítlunum og XTC. Þetta mátti að sjálfsögðu ekki tala um á pönkárunum og ég var því bældur Abba-aðdáandi um áratuga skeið. Það þarf í sjálfu sér ekki að útskýra dýrð Abba – hún er öllum ljós – sænsk vandvirkni, fágaðar ofurgrípandi melódíur og þau fjögur eins og hefðarfólk. Allar plöturnar eru góðar en þessi er með Thank you for the music, sem ég vangaði við í barnaskóla og telst því besta platan!

The Four Seasons –

- Auglýsing -

The Genuine Imitation Life Gazette (1969)

Þessir strákar frá New Jersey með Frankie Valli í fararbroddi höfðu slegið í gegn upp úr 1960 með laufléttu ástarpoppi en þegar hér var komið sögu kallaði tíðarandinn á sækadelíska konseptplötu um kynþáttaátök og stríð. Það er alltaf gaman þegar popparar vinda kvæði sínu algjörlega í kross en auðvitað ypptu aðdáendurnir bara öxlum yfir þessu tormelta stöffi og platan seldist ekki neitt. En mér finnst þetta bráðskemmtilegt!

The Ohio Express – The Ohio

Express (1968)

Tyggjókúlupopp var fislétt tónlistarstefna sem reið yfir í kringum 1970. Yfirleitt var ekki um alvöruhljómsveitir að ræða heldur sæta stráka sem frontuðu böndin en stúdíóhljóðfæraleikarar sungu og léku lögin. Þetta var sannkölluð útgerð og stundum voru margar útgáfur af sömu hljómsveit að spila á mismunandi stöðum í einu. The Ohio Express var best af þessum „böndum“ með fína hittara eins og Yummy Yummy Yummy og Chewy Chewy. Mikið léttmeti og frauð.

- Auglýsing -

Aðalmynd / Sigtryggur Ari Jóhannsson

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Endilega láttu heyra frá þér!
Frjálst er að senda nafnlausa ábendingu en netfang þarf að vera útfyllt.

Fullum trúnaði er heitið.

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -