Föstudagur 11. október, 2024
0.7 C
Reykjavik

ÆSAR gaf út hljómplötu á miðnætti – Innsýn í hugarheim og tilfinningalíf ungs manns í Reykjavík

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

ÆSAR gáfu út glænýja hljómplötu á miðnætti í gærkvöldi.

Hljómplatan ÁTRÚNÓ kom út í gærkvöld en hún er að sögn höfunda innsýn í hugarheim og tilfinningalíf ungs manns sem reynir að fóta sig í lífinu samhliða því stríði sem geisar innra með honum. Í tilkynningu sem barst frá ÆSUM segir sagan frá stormasömu ástarsambandi og tilraunum unga mannsins við að blómstra í grámyglu Reykjavíkurborgar og hringekju skemmtanalífsins.

ÁTRÚNÓ

Platan er fyrstu persónu frásögn söguhetjunnar í leit að sjálfum sér er hann spígsporar um hæðir og lægðir tilverunnar, umheim hans og ástarsambandið sem heltekur huga hans, eins og það er orðað í tilkynningunni. Að sögn höfunda má líta á verkið sem leikrit, eða bókmenntaverk. Hljóðheimurinn er fjölbreyttur en rauði þráðurinn er línuleg frásögn sem sögð er frá fyrsta lagi til hins síðasta; „konsept plata“. Einvalalið taktsmiða og upptökustjóra tók þátt í gerð plötunnar og eru ÆSAR stoltir af því að birta hana nú loks opinberlega.

Platan varð til á tveimur mánuðum en gerð hennar var átta ára ferðalag sem nú loks hefur náð áfangastað, að sögn höfunda. ÆSAR eru Guðjón Heiðar og Bragi Björn.

Hægt er að hlusta á plötuna í heild sinni hér.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -