Miðvikudagur 29. mars, 2023
5.8 C
Reykjavik

Áfangasigur Harrys Bretaprins í ærumeiðingamáli

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Dómstóll í London hefur kveðið upp þann dóm að hluti greinar breska blaðsins The Mail on Sunday um Harry Bretaprins hafi verið ærumeiðandi. Dómurinn markar sigur Harrys á fyrsta stigi málssóknar hans gegn blaðinu. Þetta kemur meðal annars fram hjá BBC.

Grein blaðsins snerist um deilur hertogans af Sussex við stjórnvöld í Bretlandi þegar kemur að öryggisgæslu fyrir hann og fjölskyldu hans, þegar þau eru stödd þar í landi. Talsmenn Harrys segja greinina hafa sakað Harry um að ljúga og reyna að ráðskast með og hafa áhrif á almenningsálit. Um aðdróttanir hafi verið að ræða og Harry saklaus af því sem á hann var borið.

Útgáfufyrirtæki blaðsins neitar þeim ásökunum alfarið og segir greinina ekki ærumeiðandi.

Í skriflegum vitnisburði í síðasti mánuði sagði Harry greinina hafa valdið sér „miklum sárindum, vandræðum og streitu,“ sem enn væri við lýði.

Dómsmálið er ekki á enda þótt Harry hafi unnið áfangasigur. Enn eru fleiri dagar eftir í réttarsalnum og fleiri vitnisburðir væntanlegir. Á þessu fyrsta stigi var reynt að skera úr um það hvað átt hefði verið við í greininni og þar með hver vörn blaðsins yrði. Dómarinn í málinu kvað upp þann dóm að í greininni væri því haldið fram að Harry hefði hrært í staðreyndum og villt um fyrir almenningi svo fólk héldi að hann hefði boðist til þess að greiða fyrir lögregluvernd og væri að berjast við ríkið vegna þess að honum hefði verið neitað um það.

Í greininni var því einnig haldið fram að dómsskjöl sýndu fram á það að hertoginn hefði einungis boðist til þess að greiða fyrir öryggisgæslu eftir að dómsmál hafi þegar verið hafið. Hann hafi reynt að koma í veg fyrir að gögn og vitnisburðir í málinu yrðu gerðir opinberir.

- Auglýsing -

Dómarinn féllst þó ekki á það að greinin segði Harry hafa logið, líkt og lögfræðiteymi hans heldur fram.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -