Fimmtudagur 28. mars, 2024
-2.2 C
Reykjavik

Amanda Bynes nauðungavistuð á geðdeild: „Orð geta ekki lýst hvernig mér líður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Barnastjarnan fyrrverandi, Amanda Bynes var nauðungavistuð á geðdeild en hún hefur um nokkurt skeið glímt við andleg veikindi og fíknisjúkdóm.

Amanda, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sín í kvikmyndum á borð við She´s the Man og What a Girl Wants og þættina All That, hefur að sögn NBC News, hefur nú verið nauðungavistuð á geðdeild næstu þrjá sólarhringana. E News! segir einnig frá málinu. „Hún hefur ekki verið í samskiptum við fjölskyldu sínu um nokkurt skeið,“ er haft eftir heimildarmanni.

Leikkonan átti að koma fram á Con-hátíð í Connecticut þar sem halda á upp á tíunda áratug síðustu aldar, yfir helgina. Þar átti hún að koma fram ásamt samleikurum sínum í þáttunum All that. Allt kom fyrir ekki en hin fallna stjarna mætti ekki.

Árið 2013 var Amanda tímabundið svipt sjálfræði eftir fjöldi árekstra við lögin sem enduðu á neyðarvistun á geðdeild. Ári síðar var hún aftur svipt sjálfræði en móðir hennar Lynn Bynes sá um fjármál hennar, heilbrigðismál og persónuleg mál hennar, eftir að Amanda hafði skrifað fjöldi óhugnalegra færsla á samfélagsmiðlum um föður hennar, Rick Bynes.

Síðan þá hefur Amanda bætt líf sitt á mörgum sviðum. Meðal annars sem því að fara í fíkniefnameðferð og í meðferð vegna geðrænna vandamála. Þá snéri hún aftur í skóla hjá Fashion Institute of Desigh and Merchandising. Þrátt fyrir það var sjálfræðissviptingu hennar framlengt árið 2018. Á sínum tíma sagði lögmaður móður Amöndu, Tamar Arminak við E! News að fyrirkomu lagið „gæti endað hvenær sem er fyrir árið 2020 en bæði Amanda og foreldrar hennar eru í svo góðu sambandi og ánægð með líf Amöndu og framtíðarhorfur hennar, að sjálfræðið er það síðasta sem er í huga þeirra.“

Eftir að hafa eytt fjöldi ára við að bæta samband sitt við foreldra sína, sótti Amanda um að fá sjálfræðið aftur í febrúar 2022. Í umsókninni sagðist hún hafa „bolmagn til að veita upplýst samþykki fyrir hvers kyns læknismeðferð“ og að „vernd frá réttinum er ekki lengur nauðsynlegt.“ Í beiðni Amöndu – sem var lögð fram með stuðningi frá Lynn – kom einnig fram að hún hefði búið í íbúðasamfélagi „fyrir konur sem eru í stakk búnar til að breyta lífstíl sínum í sjálfstæðan lífsstíl“ og að óregluleg eiturlyfjatest sem hún hefði tekið, sýndu að hún „hafði stöðugt sýnt að hún væri ekki með ólögleg efni í blóðinu.“

- Auglýsing -

Í mars 2022 fékk hún svo sjálfræðið sitt aftur en lögmaður Lynn sagði að fjölskyldan væri „ótrúlega stolt af framförum sem Amanda hafi tekið síðustu ár og að hún sé spennt varðandi næsta kafla í lífi Amöndu.“ Leikkonan sagði sjálf af tilefninu: „Orð geta ekki lýst hvernig mér líður. Yndislegar fréttir.“

Undanfarin ár hefur Amanda opnað sig við fjölmiðla um baráttu sína við fíknisjúkdóminn og hvernig það hefur haft áhrif á andlega heilsu hennar. Sagði hún meðal annars að hún að slæm hegðun hennar hefði alltaf haldist í hendur við eiturlyfin og að þegar hún var edrú, varð hún alltaf venjuleg aftur. „Ég er reyndar góð manneskja. Ég myndi aldrei segja eða gera þessa hluti sem ég gerði og sagði við fólk sem ég særði á Twitter.“

Amanda bætti einnig við í viðtali að hún „skammaðist sín gríðarlega“ vegna hegðun hennar í fortíðinni. „Ég hræðist ekki framtíðina,“ bætti hún við. „Ég hef gengið í gegnum það versta og lifði það af þannig að mér líður eins og nú sé leiðin bara upp á við.“

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -