Fimmtudagur 30. mars, 2023
7.8 C
Reykjavik

Angelina Jolie aðstoðar flóttamenn í Jemen: „Allir eiga sömu samkennd skilið“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Heimsfræga leik- og baráttukonan Angelina Jolie lenti í borginni Aden í Jemen á sunnudag, til þess að ljá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna krafta sína.

„Ég er lent í Aden, til þess að hitta tvístraðar fjölskyldur og flóttafólk fyrir flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna og til þess að sýna íbúum Jemen stuðning,“ sagði Jolie á Instagram-reikningi sínum eftir að hún lenti á sunnudag. „Ég mun gera mitt besta til að miðla upplýsingum af staðnum eftir því sem líður á.“

Angelina Jolie hefur verið sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna um nokkurra ára skeið og sinnt verkefnum því tengdu. Hún hefur mikið talað fyrir málefnum Jemen, en þar hefur geisað borgarastyrjöld síðan árið 2014. Milljónir almennra borgara í Jemen standa frammi fyrir því að svelta í þeirri miklu hungursneyð sem þar ríkir. Samkvæmt heimildum liggja meira en 100.000 manns í valnum vegna stríðsátakanna þar í landi.

Mynd: Instagram/Angelina Jolie

Einn almennur borgari lætur lífið eða særist á hverjum klukkutíma

„Á meðan við höldum áfram að horfa upp á hryllinginn sem er að gerast í Úkraínu og köllum eftir því að bundinn verði endir á deilurnar sem og að aðgengi fyrir mannúðaraðstoð verði tryggt, er ég hér í Jemen til þess að styðja við fólk sem þarf líka sárlega á friði að halda. Ástandið hér er ein versta mannúðarkrísan í heiminum, þar sem einn almennur borgari lætur lífið eða særist á hverjum einasta klukkutíma árið 2022. Þarna er efnahagur sem stríðsátök hafa lagt í rúst, og meira en 20 milljónir Jemena þurfa að stóla á mannúðaraðstoð til þess að lifa af,“ sagði Jolie.

Jolie nefndi að í liðinni viku hefðu milljón manneskjur þurft að flýja stríðið í Úkraínu. „Ef það er eitthvað sem við getum lært af þessari hræðilegu stöðu, er það að við getum ekki gert upp á milli þegar kemur að því að veita fólki aðstoð og ákvarða réttindi hvers við verjum. Allir eiga sömu samkennd skilið. Líf almennra borgara á átakasvæðum eru allsstaðar jafn mikils virði. Eftir sjö ára stríð þurfa íbúar Jemen einnig á vernd, stuðningi og umfram allt friði að halda.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -