Sunnudagur 8. september, 2024
7.4 C
Reykjavik

Anna er ekki að fara að flytja heim: „Vangaveltur eru ekki það sama og ákvörðun“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir segist ekki vera á förum frá Tenerife, þar sem hún hefur búið síðustu fimm árin.

Í nýjustu dagbókarfærslu vélsmiðsins og húmoristans Önnu Kristjánsdóttur, sem hún birti á Facebook, talar hún um ýmislegt sem á daga hennar drífur og fleira sem henni er hugleikið. Segir hún frá íslenskum bræðrum sem heimsóttu hana á Tenerife og sagði svo frá því að hún hafi skroppið á bar eftir að þeir voru farnir. Þar hafi hún frétt að hún væri að flytja aftur til Íslands eða Norðurlandanna, samkvæmt íslenskum fjölmiðlum.

„Er þeir bræður voru farnir skrapp ég aðeins á Mónikubar (Lewinski) þar sem Íslendingar hittast gjarnan á mánudagseftirmiðdögum. Þar frétti ég það að ég væri að flytja til Íslands, en aðrir sögðu Norðurlandanna og þetta væri allt í íslenskum fjölmiðlum sem aldrei skrökva neinu, ekki einu sinni Mogginn.“

Bætti Anna við að vangaveltur séu ekki það sama og ákvörðun og að nú sé allt á uppleið, þar sem uppáhalds barinn hennar opnar aftur á sunnudag.

„Ég þakkaði kærlega fyrir upplýsingarnar, en um leið vil ég taka fram að vangaveltur eru ekki það sama og ákvörðun. Það var vissulega hundleiðinlegt og einmanalegt hér fyrr í sumar og ég fór að velta fyrir mér hvort ekki væri kominn tími á breytingar eftir fimm ára dvöl hérna, en það er allt á leið til betri vegar og pönnukökur í boði á Klausturbar (Nostalgíu) næsta sunnudag.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -