Föstudagur 6. desember, 2024
-4.2 C
Reykjavik

Anna er ekki hrifin af hrekkjavökunni: „Ég er ekkert hrifin af því að leika lík“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir er farin til Spánar eða það er að segja á meginland Spánar. Frá því segir hún í nýjustu dagbókarfærslu sinni.

Vélstjórinn og húmoristinn Anna Kristjánsdóttir skrifar afar vinsælar dagbókafærslur á Facebook og hefur gert frá því að hún flutti til Tenerife fyrir nokkrum árum. Í nýjustu færslunni segist hún þurfa að birta pistilinn óvenju snemma í dag, þar sem hún á flug til Spánar. Hlakkaði henni ekki til að ferðast á fyrst farrými í þrjár klukkustundir.

„Dagur 1907 – Spánarferð.
Ég reyni að birta pistil dagsins óvenju snemma þennan daginn, enda mun ég væntanlega vera búin að koma mér þægilega fyrir í þotu Ryanair á leið til Spánar á þeim tíma sem ég birti venjulega pistlana mína. Kannski er það einmitt hið hræðilegasta við þessa ferð mína, að sitja í almennu farrými innan um öskrandi smákrakka í rúma þrjá klukkutíma. Að auki er flogið frá norðurflugvellinum sem er frægur að endemum.“

Þannig hefst dagbókarfærsla dagsins en því næst talar hún aðeins um hrekkjavökuna sem var í gær:

„Ég hefi að sjálfsögðu ekki tekið þátt í þessari hræðilegu hrekkjavöku sem var í gærkvöldi á Íslandi og vafalaust víðast á Vesturlöndum, þó einna síst á Spáni þar sem þjóðarsorg ríkir vegna flóðanna á Valencíuhéraði. Að auki er ég ekkert hrifin af því að leika lík. Það verður víst nægur tími til þess á efsta degi.“

Þá segir Anna frá því að lokum að hún eigi í dag 60 ára fermingarafmæli en hún fermdist með bróður sínum.

„Í dag eru liðin 60 ár frá því ég var fermd í Laugarneskirkju í Reykjavík af séra Garðari Svavarssyni, ekki búin að ná 13 ára aldri. Ástæða þess var sú að ég fermdist ásamt Kobba bróður mínum sem hafði einmitt náð 14 ára aldri þremur dögum áður.
Best að taka það fram að það er engin almennileg fermingarmynd til af mér.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -