Fimmtudagur 10. október, 2024
2.4 C
Reykjavik

Anna er orðin kisupía: „Það þykir öllum ofurvænt um Knúsu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir fræðir vini og aðdáendur sína allt um uppáhalds dýrið sitt, köttinn Knúsu, sem lent hefur í ýmsu á sinni löngu ævi.

Í nýjust dagbókarfærslu sinni birtir Anna Kristjánsdóttir ljósmyndir af kettinum Knúsu og segir frá raunum hennar. Tilefnið er það að Anna er nú orðin kisupía.

„Þá er komið að því. Inga er farin til Íslands í stutta heimsókn og mér hefur veist sá heiður að gæta velfarnaðar Knúsu á meðan. Fyrir ykkur sem ekki vitið, þá er Knúsa af kisuættum sennilega um 13 ára gömul og hefur marga fjöruna sopið á sinni löngu ævi. Eftir ýmsar hremmingar sem hún lenti í á yngri árum á Íslandi, þá varð hún fyrir árás stórs hunds sumarið 2021 sem nánast sleit hana í sundur. Ég skutlaði Ingu með kisuna nær dauða en lífi á dýraspítalann þar sem hún var svæfð og röntgenmynduð í bak og fyrir og það merkilega kom í ljós að það voru engin bein brotin og engin innri líffæri sjáanlega skemmd, en húðin var mjög illa farin og skurður yfir hana þvera, kannski um 30 cm langur sem er býsna mikið á litlu kisugreyi.“ Þannig hefst færsla Önnu sem síðan segir frá eftirmálunum:

„Hún var í heilan dag í meðferð á dýraspítalanum Centro Veterinario el Madroñal í Adeje, en þegar ljóst var að hún ætlaði ekki að deyja í höndum dýralæknanna fékk hún að fara heim. Næstu tvo mánuðina á eftir fór ég um 23 ferðir á dýraspítalann með hana, en auk þess fór hún nokkrar ferðir á spítalann með Einari og Dísu ef ég var ekki nálæg. Aðgerðirnar urðu fjórar, en í hin skiptin fór hún til að taka úr sauma og til eftirlits.

Það þarf víst varla að taka fram að starfsfólki dýraspítalans var farið að þykja jafnvænt um Knúsu og okkur hinum.“

Eftir að Knúsa var útskrifuð tók ekki betra við að sögn Önnu:

„Hún var loks útskrifuð um haustið, en þá tók ekki betra við, því Knúsa fann sér nýjan stað til að skemmta sér á, hótelbarinn á Arona Gran þar sem hún sat öll kvöld og mjálmaði frægðarsögur af sjálfri sér, en borgaði enga reikninga og var brátt komin í stórskuld við hótelbarinn.“

- Auglýsing -

Fór svo að lokum að kattargreyið var sett í bann á Arona Gran-barnum og eigandinn neyddist til að gera Knúsu að inniketti, sem hafði sínar afleiðingar:

„Að endingu var hún sett í bann á Arona Gran og Ingu tilkynnt að ef Knúsa kæmi þangað aftur, yrði hún sótt af lögreglu og kastað í þá dýpstu dýflissu sem fannst á Tenerife ef ekki eitthvað enn verra. Eftir það neyddist Inga til að gera Knúsu að innikisu, en ef hún fór út á svalir, varð að hafa hana í beisli svo hún hlypi ekki í burtu og á barinn.
Það er erfitt að gera atorkusama kisu að innikisu og því hljóp Knúsa í spik næsta árið á eftir og var brátt að verða 8 kg, en mér skilst að með núverandi megrunarfæði sé hún eitthvað að grennast.“
Bætir Anna við að lokum: „Það þarf engan að undra að öllum sem kynnst hafa Knúsu þykir ofurvænt um hana.“

Hér má svo sjá ljósmynd af Knúsu:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -