Föstudagur 2. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Anna íhugar að ferðast til Íslands á kústi til að spara kolefnissporin: „Hvað sem það nú þýðir“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Anna Kristjáns íhugar að ferðast til Íslands á kústi, til að spara kolefnisfótsporin „hvað sem það nú þýðir.“

Í nýjustu dagbókarfærslu sinni frá Tenerife dregur Anna Kristjánsdóttir þjóðarleiðtoga, borgarstjóra og Gísla Martein sundur og saman í háði vegna umræðu um kolefnisfótspor.

Í færslunni talar hún um komandi leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn verður fljótlega í Reykjavík. Eins og þekkt er orðið munur alls um 50 einkaþotur lenda á Reykjavíkurflugvelli fyrir fundinn. Leggur Anna til að þjóðarleiðtogar ferðist frekar um á Saga Class Iceland Air.

Þá birtir Anna einnig ljósmynd af sér máta kúst sem hún segist vera að spá í að ferðast á til Íslands, svona til að spara kolefnissporin. Færslan er hér að neðan.

„Dagur 1361 – Kolefnisfótspor.

Þessa dagana snýst öll þjóðfélagsumræða á Íslandi um kolefnisfótspor hvað sem það nú þýðir og er eitthvað hræðilega vont og þjóðarleiðtogar Evrópu skilja slíkt eftir sig í miklum mæli hvert sem þeir fara svo ekki sé talað um forseta Bandaríkjanna sem ferðast um á Boeing 747 og með aðra þotu sem fylgir með allt fylgdarliðið. Núna er öllu þessu liði að Biden undanskildum boðið að sýna sig á Íslandi og flestir eða allir koma til Íslands með einkaþotum sem valda gífurlegu kolefnisfótspori hvað sem það nú þýðir. Þá eru nú Gísli Marteinn og Dagur B. betri af því að þeir ferðast um á reiðhjóli eða fá far með einhverjum sem er á leiðinni á sama stað.
En þetta var útúrsnúningur enda vorum við að tala um kolefnisfótspor. Katrín Jakobsdóttir má þó eiga það að hún ferðast ekki með einkaþotu heldur kýs að ferðast með almennu áætlunarflugi, vonandi þó á Saga Class. Reyndar man ég eftir því að hafa ferðast í sama flugi og hún Jóhanna mín Sigurðardóttir og hún var aftur í cargórými með almúganum rétt eins og ég í þá daga. Í sama flugi sá ég ónefndan verkalýðsforingja á Saga Class. Engin nöfn nefnd.
Ég skil ekkert í öllum þessum þjóðarleiðtogum að fljúga ekki frekar á Saga Class hjá Icelandair með toppþjónustu enda eru falleg bros þjónustuliðsins og ljúfleg framkoma í flugvélum þess miklu verðmætari vara út á við en nokkru sinni kaupréttarákvæði stjórnendanna. Það er sömuleiðis gott að ferðast í cargórýminu, en þá þurfa þeir að greiða fyrir drykkina sína með kreditkortinu sínu. Það er sko ýmislegt fengið með slíku. Kolefnisfótsporið minnkar verulega, þjóðarleiðtogarnir selja einkaþoturnar sínar í brotajárn og Icelandair fær svo jákvætt orðspor að tekjur þess stóraukast og ég fer að fá arð af bréfunum mínum í félaginu.
—–
Nágrannakona mín hélt til Íslands í gær með áætlunarflugi reyndar með röngu félagi og ég ók henni á flugvöllinn. Eftir það fór ég að athuga hvernig best væri að ferðast til Íslands án þess að valda kolefnisfótspori og lausnina fann ég í Leroy Merlin úti í Adeje.

Myndin sýnir mig máta gripinn sem mig langar til að fara á til Íslands. Ég er viss um að Gísli Marteinn, Dagur B., Greta Thunberg, Árni Finnsson og Katrín Jakobsdóttir mæta með rauða dregilinn þegar ég kem á þennan hátt til landsins.“

- Auglýsing -

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -