Fimmtudagur 30. mars, 2023
7.8 C
Reykjavik

Anna sér fram á bjartari tíma í tvennum skilningi: „Ég er orðin leið á síðbuxum og flíspeysu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Anna Kristjánsdóttir sér fram á bjartari tíma á Tenerife, í tvennum skilningi.

Hin bráðfyndna Anna Kristjánsdóttir birtir dagbókarfærslur sínar frá Tenerife, eða Paradís eins og hún kallar eyjuna, á Facebook en þær njóta gríðarlegra vinsælda enda fyndnar og fræðandi. Í nýjustu færslunni sem birtist í dag sér hún fram á bjartari tíma. Bæði vegna hækkandi hitastigs, sem þó er töf á og vegna þess að nú á loksins að byggja nýtt hótel nærri Los Cristianos.

„Dagur 1303 – Loksins, loksins.

Það bárust fregnir af því í gær að HG hótelin (sem reka HG Tenerife sur og HG Cristian sur) væru að undirbúa byggingu á nýju 200 herbergja hóteli á óbyggða svæðinu á milli Los Cristianos og hraðbrautarinnar. Ekki veitir af, en samkvæmt skipulagi Arónahrepps er gert ráð fyrir mikilli hótel og íbúðabyggð á svæðinu. Það hefur ekkert verið byggt hér í mörg ár sem veldur því að húsnæðisskortur er viðvarandi og það litla sem er til sölu fer á íslensku verðlagi sem er, eins og við vitum öll, glæpsamlegt.
Þannig er lítil íbúð til sölu hér í íbúðakjarnanum og það er sett á hana 230.000€. Jafnvel ég ætti erfitt með að staðgreiða hana, nema þá með því að selja hana Mjallhvíti mína og skrapa saman öllu mínu sparifé til útborgunar. Höfum samt í huga að umrædd íbúð er óeinangruð, engir ofnar né loftkæling, litlar svalir og íbúðin sjálf mjög lítil, einungis eitt svefnherbergi og lítil stofa með eldhúskrók. Sjálf væri ég ekki tilbúin að greiða fyrir hana meira en 100.000€, hvað þá uppsett verð.
Fyrir bragðið sé ég fram á bjartari tíma þegar uppbygging hefst á auða svæðinu á milli þéttbýlisins í Los Cristianos og hraðbrautarinnar. Eins og sjá má af meðfylgjandi korti er nóg byggingaland norðan við Avenida de Chayofita og að hraðbrautinni TF-1, göturnar tilbúnar og malbikaðar og komin götulýsing, en það vantar bara húsin. Auk þessa svæðis er einnig nóg af óbyggðum lóðum við ströndina austast í byggðinni.

Það er ekki þar með sagt að ég hafi þolinmæði að bíða eftir nýjum íbúðahúsum sem vafalaust mun valda lækkun á íbúðaverði á svæðinu þegar húsin byrja að byggjast, hvenær sem það verður.“

Í lokakafla færslunnar snýr Anna sér að veðrinu eins og svo oft áður. Segist hún vera orðin þreytt á síðbuxum og flíspeysu, enda aðeins um 21 gráðu hiti. En von er á hækkandi hitastigi þó töf sé á því í bili.

„Ég var búin að spá talverðri hækkun á hitastigi í Paradís næstu dagana. Nú er ljóst að þetta mun frestast örlítið, vonum að það gerist ekki seinna en á fimmtudag, þ.e. á morgun. Ég er orðin leið á síðbuxum og flíspeysu. Einhver nefndi að á Stóra hundi væri hitinn 26-28°C. Samkvæmt sömu mælingum og ég hefi fyrir Los Cristianos, sýndi mælingin fyrir Maspalomas einungis 21°C á sama tíma.
Við sem hugsum alltaf kassalaga, tökum einungis mark á mælum sem eru staðsettir 10 metra frá næsta mannvirki og í tveggja metra hæð frá jörðu og samt í skugga, semsagt veðurstofumælingum og við hlæjum að apóteksmælum sem sýna Selfossgráður.
Ég elska ykkur samt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -