Þriðjudagur 28. mars, 2023
2.8 C
Reykjavik

Anna Sóley gefur frá sér nýja smáskífu – Það er fullt tungl á föstudagskvöldi og draugarnir hvísla

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Glæný smáskífa frá Önnu Sóleyju kemur út á morgun, í aðdraganda Jazzhátíðar Reykjavíkur.

Anna Sóley sendir frá sér smáskífuna 13 Pieces föstudaginn 5. ágúst. Lagið kemur út í aðdraganda að Jazzhátíð Reykjavíkur. Þar mun Anna Sóley koma fram ásamt frábærum hópi hljóðfæraleikara í Hörpu, Flóa sunnudagskvöldið 14. ágúst. 13 Pieces er lag af væntanlegri breiðskífu sem ber heitið Modern Age Ophlia og kemur út í haust. Frekari upplýsingar um viðburðinn: https://reykjavikjazz.is/en/vidburdir/anna-soley-is/.

Að sögn Önnu Sóleyjar fjallar 13 Pieces um að særa burt gamla fortíðardrauga. Lagið leikur sér með hugmyndir um ritúöl og hjátrú. Ljóðmælandi fremur galdur til þess að kveðja gamlar minningar og hjálpa öðrum að gleyma. Það er fullt tungl á föstudagskvöldi og draugarnir hvísla. Hún geymir í höndum sér gamla ljósmynd í þrettán pörtum til þessa að brenna yfir opnum eldi.

Flytjendur:

Anna Sóley Ásmundsdóttir – Söngur

Mikael Máni Ásmundsson – Gítar

- Auglýsing -

Magnús Jóhann Ragnarsson – Píanó

Birgir Steinn Theodórsson – Kontrabassi

Magnús Trygvason Eliassen – Trommur

- Auglýsing -

Tumi Árnason – Saxófónn

Lilja María Ásmundsdóttir – Hljóðskúlptúrinn Hulda

Strokkvartettinn Siggi / Siggi String Quartet:

Una Sveinbjarnardóttir – Fiðla

Helga Þóra Björgvinsdóttir – Fiðla

Þórunn Ósk Marínósdóttir – Víóla

Sigurður B. Gunnarsson – Selló

Upptaka, hljóðblöndun og tónjöfnun – Birgir Jón Birgisson

Lag, texti og strengjaútsetning: Anna Sóley

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -