Sunnudagur 4. desember, 2022
1.8 C
Reykjavik

Arnór Daði mögulega tilnefndur til Grammy-verðlaunanna, fyrstur íslenskra grínista

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Uppistandssýningin Big, Small Town Kid, frá grínistanum Arnóri Daða Gunnarssyni flaug í gegnum fyrstu kosningalotu Grammy-verðlaunanna í Bandaríkjunum í flokknum “Best Comedy Album”. Verði sýningin tilnefnd verður Arnór Daði fyrsti íslenski grínistinn til að vera tilnefndur á Grammy-verðlaununum.

Arnór Daði er drepfyndinn.
Ljósmynd: Aðsend

Uppistandssýningin, Big, Small Town Kid, frá grínistanum Arnóri Daða Gunnarssyni kom út á VOD streymisveitur Vodafone og á Sjónvarpi Símans núna í sumar en platan sjálf er aðgengileg á veitum eins og Spotify og Apple. Vann sýningin til þrennra verðlauna á Reykjavík Fringe hátíðinni árið 2020 og vakti athygli stærsta sjálfstæða uppistands-útgáfufyrirtæki Bandaríkjanna, Stand Up Records. Fyrirtækið er er þekkt fyrir að gefa út efni upprennilegra grínista sem og eldri reynslubolta eins og Hannibal Buress, Mariu Bamford, Joan Rivers, Patton Oswalt og David Cross.

Ár hvert sendir Dan Schlissel framkvæmdarstjóri Stand Up Records, inn umsóknir fyrir allar plötur sem framleiddar eru hjá fyrirtækinu, til Grammy-nefndarinnar. Þótt samkeppnin sé hörð og langt sé í land, gerir þetta norðlendinginn Arnór Daða að fyrsta íslenska grínistanum til að vera íhugaður fyrir bestu grín plötu á Grammy Verðlaunahátíðinni.

Big, Small Town Kid fjallar um líf Arnórs Daða er hann ólst upp á Hauganesi á Norðurlandi. Hann lýsir því á fyndinn og skemmtilegan hátt hve erfitt það er að vera með stóra drauma um að vera grínisti í 150 manna bæ. Hann talar einnig um hvernig lífið á Hauganesi er í raun og veru, fíkn hans í að horfa á Real Housewives og uppátækjum bæjargæsarinnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -