Andri Snær Magnason sendi eiginkonu sinni ástar- og afmæliskveðju á Facebook í dag.
Eiginkona rithöfundarins Andra Snæs Magnasonar, Margrét Sjöfn Torp á stórafmæli í dag en hún er fimmtug. Af því tilefni skrifaði Andri Snær fallega afmæliskveðju á Facebook sem snert hefur marga en á sjöunda hundrað hafa líkað við færsluna. Hin fallegu orð má lesa hér að neðan.
„Margrét Sjöfn Torp er fimmtug í dag. Vinur og eiginkona, samstarfsmaður og lífsförunautur í rúma þrjá áratugi. Við kynntumst í Garðyrkjudeild Rafmagnsveitu Reykjavíkur og fyrsti kossinn var á sumarsólstöðum 1991, við höfum því verið mun lengur saman en ekki, teljumst eiginlega æskuvinir. Hún ber hálfu öldina vel, (betur en ég) fjögur börn, krefjandi hjúkrunarstörf, vaxandi heimili, ómetanlegur bakhjarl í mínu bókastússi, (einn glöggasti yfirlesari landsins) og skemmtilegur ferðafélagi í flakki innanlands og utan, gegnum súrt og sætt. Magga er klár, falleg og fyndin, hógvær, hrifnæm og hjartahlý. Gott ef ekki besta manneskja sem hægt væri að kynnast í einu lífi. Til hamingju með afmælið elsku Magga með ástarkveðju ❤️.“

Ljósmynd: Facebook