Fimmtudagur 12. desember, 2024
4.8 C
Reykjavik

Bent á nýja auglýsingu Guide to Europe: „Fyrir þá sem þora”

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Ágúst Bent Sigbertsson, eða Bent eins og hann er best þekktur, er einn af okkar ástsælustu röppurum en ferill hans nær aftur til ársins 2000 þegar hljómsveitin XXX Rottweilerhundar var stofnuð. Bent hefur í nógu að snúast þessi misserin en í gær kom út nýtt lag frá Rottweiler, sem ber einfaldlega heitið Voff.

Það er ekki eina verkefnið sem er nýtt úr smiðju Bents þar sem hann leikstýrði  auglýsingaherferð ferðaskrifstofunnar Guide to Europe, sem miðar að því að minna á að öll erum við fólk sem hefur upp á margt að bjóða og skiptir engu máli hvaðan við komum í grunninn.

Rottweiler verða með tónleika í Laugardalshöll í maí næstkomandi og er miðasala í fullum gangi. En hvað er fleira á döfinni hjá kappanum?

„Bara að halda áfram að gera auglýsingar fyrir þá sem þora og tíma að gera eitthvað skemmtilegt, hellingur af gelti með Rottweiler hundunum og svo gleðileg jól með minni heittelskuðu,” segir hann.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -