Þriðjudagur 15. október, 2024
5.7 C
Reykjavik

Ber saman Davíð Oddsson og Donald Trump: „Þeir eru ígildi pólitískra samherja, skoðanabræður“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Björn Birgisson ber saman þá Davíð Oddsson og Donald Trump í nýlegri Facebook-færslu.

Samfélagsrýnirinn frá Grindavík, Björn Birgisson er ekki hrifinn af Donald Trump og því síður af Davíð Oddssyni eins og bersýnilega má sjá í færslu hans á Facebook þar sem hann ber þá félaga saman.

Færslan hefst á eftirfarandi hátt:
„Davíð og Trump.

Davíð Oddsson var forsætisráðherra á árunum 1991 til 2004, síðan bankastjóri Seðlabanka Íslands og svo ritstjóri Morgunblaðsins árið 2009.
Sumarið 2016 vildi hann verða forseti Íslands, en var eftirminnilega hafnað og hlaut aðeins 13,7% atkvæðanna.
Þá um haustið gerðist það að Donald Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna með minnihluta atkvæða, en fékk fleiri kjörmenn en Hilary Clinton.
Augljóst var að ritstjóri Morgunblaðsins studdi Trump heilshugar og gagnrýnislaust.

Það hefur ekkert breyst.“

Segir Björn að Davíð taki aldrei undir gagnrýni á Trump en stökkvi á lestina þegar Biden og Harris eru gagnrýnd.

„Davíð Oddsson tekur aldrei undir þá miklu gagnrýni sem Trump kallar yfir sig frá hugsandi fólki, en tekur alltaf heilshugar undir alla gagnrýni á Joe Biden forseta og Kamala Harris verðandi forseta.

Þeir Davíð og Trump eru ígildi pólitískra samherja, skoðanabræður, aðskildir af Atlantshafinu.“

- Auglýsing -

Að lokum fellir Björn dóm sinn yfir félögunum:

„Frami þeirra í stjórnmálum er sérstakt rannsóknarefni, en í slíkri rannsókn fyndist flest annað en hæfileikar.
Báðir stjórnmálamenn í ruslflokki – án nokkurrar sómakenndar.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -