Fimmtudagur 10. október, 2024
2.6 C
Reykjavik

Billie Eilish lýsir yfir stuðningi við Harris: „Við getum ekki látið öfgamenn stjórna lífi okkar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Súperstjörnusystkinin Finneas og Billie Eilish lýstu yfir stuðningi við Kamölu Harris í gær.

Tónlistardúóið og systkinin Finneas og Billie Eilish birtu í gær myndband á Instagram í tilefni af Degi kosningaskráningar Bandaríkjanna sem var í gær. Þar kvöttu systkinin fólk til að skrá sig og jafnvel kjósa snemma, eins og þau gerðu. „Við kjósum Kamölu Harris og Tim Walz af því að þau standa vörð um frjósemisfrelsi okkar, plánetuna okkar og lýðræðið,“ sagði Billie og Finneas bætti við: „Við getum ekki látið öfgamenn stjórna lífi okkar, frelsi og framtíð. Eina leiðin til að stoppa þá og þeirra hættulega Verkefni 2025, er að kjósa Kamölu Harris“. Bætti Billie þá við: „Kjóstu eins og lífið liggi við, því það gerir það í raun“.

Er þetta í annað skiptið á stuttum tíma sem heimsfræg poppstjarna lýsir yfir stuðningi við Kamölu Harris en Tailor Swift gerði það á dögunum, Donald Trump til mikillar gremju en hann skrifaði á samfélagsmiðli sínum hin þroskuðu orð: „ÉG HATA TAILOR SWIFT“

Hér má sjá myndband systkinanna:

 

View this post on Instagram

 

A post shared by BILLIE EILISH (@billieeilish)

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -