Fimmtudagur 5. desember, 2024
-0.2 C
Reykjavik

Birtir sláandi höfundauppgjör sitt fyrir síðasta ár: „Annars er bara ekki séns að lifa á þessu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Hildur Knútsdóttir birtir höfundauppgjör sitt fyrir síðasta ár en óhætt er að segja að það er sláandi.

Rithöfundurinn Hildur Knútsdóttir ákvað, í tilefni þess að bráðum verða listamannalaunum úthlutað, að birta höfundauppgjör sitt fyrir síðasta ár, á Facebook-síðu sinni. Fyrir árið fékk hún ekki nema rífalega eina og hálfa milljón. Hildur skrifaði:

„Hæ,

Listamannalaunum verður úthlutað næstu mánaðamót*. Ég er strax farin að sjá slæmt tal um þau, sem er vísir að fjaðrafokinu sem alltaf verður í kringum úthlutun. Ég held að ég sé líklega söluhæsti ungmennabókahöfundur landsins, að minnsta kosti sum ár (læt einn Eymólista fylgja með) og ég er með baklista sem er enn að seljast. Og hérna er höfundauppgjörið mitt fyrir síðasta ár. Ég fékk rétt rúma eina og hálfa milljón, í verktakagreiðslur.
Þeir sem hafa svo áhuga geta líka dundað sér við að reikna út hvað við fáum fyrir hvert streymi hjá Storytel.“



Í seinni hluta færslunnar segir Hildur að ef börn eigi að hafa aðgang að vönduðum bókum á íslensku, verði hreinlega að greiða fólkinu sem skrifar þær listamannalaun.
„Ef við viljum að börn hafi aðgang að vönduðum bókum á íslensku þá verðum við sem skrifum þær að fá listamannalaun, því annars er bara ekki séns að lifa á þessu.
*ATH að ég veit ekki nákvæmlega hvenær það verður úthlutað, það kom póstur um það 4. des í fyrra, svo ég gerði bara ráð fyrir því að það yrði á sama tíma núna þegar ég setti inn þessa færslu, sem ég get náttlega ekki gert. Þannig að kannski kemur þetta í desember eða kannski í janúar eða kannski bara á einhverjum öðrum tíma.


Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -