Fimmtudagur 25. apríl, 2024
5.1 C
Reykjavik

Björk elskar að búa á Íslandi og hefur mikla trú á sveppum: „Ég bind mjög miklar vonir við sveppi“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir var í viðtali við franska fjölmiðilinn Numéro fyrir skemmstu.

Hljómplata Bjarkar hin nýja, sem er númer 10, Fossora, kom út í haust.

Koma sveppir víða við sögu í bæði texta og myndum hjá listakonunni Björk; sagði hún aðspurð um hvað sé svona heillandi við sveppi að hún sé heilluð af lækningamætti þeirra; útliti þeirra sem og orku; einnig tengingu sveppa við taugakerfi fólks.

„Í dag erum við að uppgötva svo margt um sveppi, til dæmis á Chernobyl-svæðinu og öðrum stöðum sem kjarnorkuhamfarir áttu sér stað, að sveppirnir eru fyrstu lífverurnar sem byrja að vaxa á nýjan leik; ég bind mjög miklar vonir við sveppi þegar kemur að loftlagskrísunni sem blasir við okkur.

Við ættum að veita þeim sem eru að rannsaka sveppi nána athygli.“

Segir Björk einnig að lífið á Íslandi hjálpi henni að komast niður á jörðina.

- Auglýsing -

„Að búa í þorpi af þessari stærð gerir lífið auðvelt; ég elska það að ef mig langar að fara og sjá sýningu þá tekur það mig 5 mínútur að komast þangað; ef ég vil eiga skemmtilegar og heimspekilegar samræður við vini mína, þarf ég ekki annað en að senda skilaboð og svo er hist á kaffihúsi eftir tíu mínútur.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -