Föstudagur 13. september, 2024
1.8 C
Reykjavik

Björn lætur ráðherra heyra það: „Heimskulegustu ummæli ársins 2024“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Björn Birgisson, samfélagsrýnir og fyrrum ritstjóri frá Grindavík segir ummæli Sigurðar Inga Jóhannssonar fjármálaráðherra sem hann lét falla á dögunum, örugglega flokkast með „heimskulegustu ummælum ársins 2024“.

Ummæli Sigurðar Inga Jóhannessonar, fjármálaráðherra og formanns Framsóknarflokksins í Kastljósi á dögunum, féll vægast sagt í kramið hjá mörgum Íslendingum en þar sagði hann það vera í erfðaefni Íslendinga að sætta sig við verðbólgu. Fjölmargir hafa kvartað yfir þessum orðum Sigurðar Inga, bæði á samfélagsmiðlunum á kaffistofum vinnustaða en einn þeirra sem er ósáttur við orð fjármálaráðherrans er samfélagsrýnirinn Björn Birgisson, sem oft hittir naglann á höfuðið í Facebook-færslum sínum, sem gjarnan fá mikil viðbrögð frá lesendum.

„Siggi DNA.

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármálaráðherra og formaður Framsóknarflokksins, sagði í Kastljósi í fyrri viku að það væri í erfðaefni Íslendinga að sætta sig við eða sækjast jafnvel eftir hærri verðbólgu en aðrar þjóðir.“ Þannig hefst færsla Björns og heldur síðan áfram:

„Þessi ummæli munu örugglega flokkast með heimskulegustu ummælum ársins 2024.
Hið rétta er að það er mjög líklegt að íslenskir stjórnmálamenn gætu haft þannig DNA í sér sem geri þá algjörlega vanhæfa til að stjórna efnahagsmálum, vöxtum, verðbólgu og gengi gjaldmiðilsins.“

Að lokum segir Björn að Íslands sé ávalt í ruslflokki í þessum málaflokki.

„Alla vega er Ísland alltaf í ruslflokki þegar kemur að stöðugleikanum í þessum þáttum efnahagslífsins.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -