Þriðjudagur 14. janúar, 2025
8.3 C
Reykjavik

Björn Leifsson hafði betur gegn World Class

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

World Class í Svíþjóð fékk ekki í gegn skráningu á vörumerkinu World Class hér á landi eftir andmæli frá World Class á Íslandi.

Skráning vörumerkisins World Class hér á landi skv. alþjóðlegri skráningu hefur verið felld úr gildi, samkvæmt úrskurði Hugverkastofunnar, eins og segir í frétt vb.is.

Málið á rætur sínar að rekja til tilkynningar sem Hugverkastofunni barst frá Alþjóðahugverkastofnuninni þess efnis að sænska félagið World Class International Brand Sverige AB, eigandi alþjóðlegrar skráningar á World Class vörumerkinu, færi fram á að skráningin gilti á Íslandi.

En andmæli bárust frá Sigurjónsson & Thor, sem eru sérfræðingar í hugverkarétti, fyrir hönd Lauga ehf., sem á og rekur fjölda World Class líkamsræktarstöðva á Íslandi.

Andmælin byggðust á ruglingshættu við merki World Class líkamsræktarstöðvanna; taldi Laugar ehf. sig hafa öðlast vörumerkjarétt á grundvelli áratuga notkunar. Engar athugasemdir bárust frá sænska félaginu sem er eigandi merkisins.

Hugverkastofan úrskurðaði  að þrátt fyrir að merki sænska félagsins og íslensku líkamsræktarstöðvanna samanstæðu af lýsandi orðhluta, væri ekki hægt að ekki líta framhjá því að stílfærsla meginþátta merkjanna væri nákvæmlega eins.

- Auglýsing -

Vegna þessa sé ruglingshætta til staðar milli merkjanna; með vísan til 14. greinar vörumerkjalaga. Andmæli gegn skráningu World Class vörumerkis sænska félagsins voru því tekin til greina.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -