Mánudagur 16. september, 2024
8.1 C
Reykjavik

Britney og Sam gengu í hjónaband: Fyrrverandi eiginmaður Britney handtekinn á staðnum

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Tónlistarkonan heimsfræga, Britney Spears, giftist unnusta sínum, Sam Asghari, í gærkvöldi í Kaliforníu. Þetta er þriðja hjónaband Spears en fyrrverandi eiginmaður hennar var handtekinn á staðnum. Þetta kemur fram hjá E online.

Britney varð formlega sjálfráða á ný eftir dómsúrskurð í nóvember síðastliðnum. Hún hafði þá verið undir forræði lögráðamanns í þrettán ár. Tveimur mánuðum fyrir úrskurðinn bað Sam hana um að giftast sér. Þau höfðu þá verið saman í fimm ár.

Jason Alexander, fyrsti eiginmaður Britney, ákvað að gerast boðflenna í brúðkaupi hennar. Hann mætti á heimili hennar í óleyfi og var handtekinn af lögreglu nokkrum klukkustundum áður en afhöfnin fór fram. Jason sagðist í beinu streymi á Instagram ætla að gerast boðflenna í brúðkaupinu. Þá sagði hann einnig að hann væri fyrsti eiginmaður Britney og hún hans fyrsta og eina eiginkona. Þegar lögregla handtók hann á vettvangi kom í ljós að hann var eftirlýstur í Napa-sýslu í Kaliforníu.

Britney og Jason voru æskuvinir og gengu í hjónaband árið 2004. Hjónabandið var þó heldur skammlíft, en það var ógilt eftir aðeins 55 klukkustundir.

Britney og Sam hafa verið saman í tæp sex ár. Meðal gesta í brúðkaupi þeirra í gær voru Madonna, Paris Hilton, Drew Barrymore og Selena Gomez. Heimildir herma að gestirnir hafi dansað fram á rauðanótt, þar sem Britney sjálf tók söngdúetta með Paris Hilton og Selenu Gomez. Meðal gesta var einnig Donatella Versace, en hún hannaði brúðarkjól Britney.

Mynd/skjáskot E-online

Britney er sögð hafa stigið trylltan dans með þeim Madonnu og Selenu Gomez í brúðkaupsveislunni, þar sem Britney og Madonna hafi endurskapað heimsfræga koss sinn frá VMA verðlaunahátíð MTV forðum daga.

- Auglýsing -

Heimildarmaður sagði E! News að Britney hafi verið taugaóstyrk og í uppnámi áður en athöfnin hófst. Hún hafi þó að endingu ekki leyft neikvæðum atburði dagsins að eyðileggja fyrir sér og athöfnin hafi verið falleg og hún notið dagsins til fullnustu. „Hún var tilfinningarík í athöfninni og Sam þerraði tár hennar á ástríkan hátt. Það var mjög hjartnæmt,“ sagði heimildarmaðurinn einnig.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -