Fimmtudagur 18. apríl, 2024
4.1 C
Reykjavik

Brynjar eyddi helginni í Porto: „Hér hafa Píratar greinilega ekki náð fótfestu“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Hef eytt helginni í Porto, sem mun vera borg í Portúgal, með gömlum vinum úr barnaskóla og menntaskóla. Þeir eru um það bil einu vinstri mennirnir sem enn tala við mig fyrir utan Ögmund Jónasson. Þeir hefðu að vísu frekar viljað fara til Kúbu en það þótti aðeins of langt flug fyrir helgarferð.“ Þettar ritar Brynjar Níelsson á Facebook í dag.

Brynjar er þekktur fyrir húmor og kaldhæðni sem sést vel á viðtölum og í færslum hans á Facebook. Í nýjustu færslunni segir hann frá ferð til Portúgal sem hann fór í um helgina með gömlum skólafélögum sínum. Eins og oft áður notar hann tækifærið og skýtur hann á hina og þessa í færslunni, þar á meðal listamanninn Odee, Pírata og ESB-sinna.

„Ferðin byrjaði ekki vel því flugmaðurinn, sem ég fóstraði meðan hann var í flugnámi, tilkynnti í kallkerfi vélarinnar í 33 þúsund fetum að ég væri með leiðinlegri mönnum og að auki ófrumlegur, eiginlega á pari við listamanninn Odee.
Porto er gömul borg og gamli miðbærinn menningarverðmæti. Hér er allt ódýrara en heima og vextir lægri og sennilega allt betra en á Íslandi í huga ESB sinna. Er þó ekki viss um að venjulegur Portúgali upplifi það. Velmegunin er ekki meiri en svo að ég hef ekki fundið föt sem passa á mig. Kannski er það ekki raunhæfur mælikvarði.
Portúgalir eru greinilega mjög trúaðir og kirkjur og trúartákn á hverju horni. Hér hafa Píratar greinilega ekki náð fótfestu. Þó er hér til fólk sem er í reiðileysi og utangátta. Það heldur að vísu ekki að það sé gáfaðra en aðrir og rétta fólkið til að bjarga þjóðinni.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -