Þriðjudagur 28. mars, 2023
-2.8 C
Reykjavik

Cameron Diaz snýr aftur á hvíta tjaldið – Tekjuhæsta Hollywood leikkona árið 2013

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Stórstjarnan Cameron Diaz snýr aftur á hvíta tjaldið eftir átta ára hlé. Netflix greindi frá því í gær að Cameron myndi leika aðalhlutverk í nýrri kvikmynd sem nefnist Back in Action, og er titillinn því afar viðeigandi. Síðasta kvikmynd leikonunnar, Annie, kom út árið 2014 en síðan þá hefur hún hvorki tekið að sér hlutverk í sjónvarpsþáttum né kvikmyndum. Netflix gefa úr nýju myndina og er Seth Gordon leikstjóri.

Tökur á myndinni hefjast síðar á þessu ári og verður spennandi að fylgjast með stjörnunni snúa aftur. Á hún á baki glæstan feril sem leikkona en byrjaði í fyrirsætubransanum ung að aldri. Hefur hún bæði verið tilnefnd til BAFTA verðlaunanna og Golden Globe og var tekjuhæsta leikkona í Hollywood árið 2013.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -