Miðvikudagur 6. júlí, 2022
12.7 C
Reykjavik

Dagbjört syngur um lífsreynslu: „Meðvirkni og þráhyggja réðu för“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Dagbjört Rúriksdóttir, söngkona, gaf út nýtt lag í dag en heitir smellurinn Rauðu flöggin. Lagið er samið af Dagbjörtu og gítarleikaranum Emil Hreiðari Björnssyni. Dagbjört sem er ung og efnileg söngkona sagði frá sorgum sínum og sigrum í einlægu viðtali hjá Mannlífi í fyrra en textinn í nýja lagi Dagbjartar er um erfitt tímabil í hennar lífi.

Listaverk og ljósmynd eftir Sigríði Björg Þorsteinsdóttur

„Textinn í laginu er saminn um tíma í mínu lífi þar sem ég fann mig í óheilbrigðum aðstæðum. Ég hunsaði mestmegnis verndandi röddina innra með mér sem var að reyna að leiða mig í rétta átt allan þennan tíma,“ segir Dagbjört og bætir við að röddin sem hún á við kallar hún Guð en margir tala um innsæi eða æðri mátt.

„Meðvirkni og þráhyggja réðu för þar til ég fékk nóg og leyfði Guði loks að ráða í staðinn. Ég komst stuttu eftir það út úr aðstæðunum eftir þó nokkrar tilraunir til að koma mér í burtu“.
Lag Dagbjartar má hlusta á hér að neðan.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -