- Auglýsing -
Borgarstjóri Reykjavíkur, Dagur Bergþóruson Eggertsson boðar vorið í nýrri færslu á Facebook.
Dagur B. birti mynd af sér í sólbaði á pallinum heima hjá sér og skrifaði eftirfarandi texta:
„Vorið er komið! Ekki grunaði mig þegar ég lagðist til svefns – og lét taktfasta rigninguna á þakinu syngja mig í svefn – að á þessum morgni yrði fyrsta morgunkaffi ársins drukkið á pallinum. Hinn árvissi vorboði. Þvílík dasemd!“
Það er sem sagt orðið opinbert, vorið er komið!