Föstudagur 2. júní, 2023
8.8 C
Reykjavik

Dánarorsök Ray Liotta liggur fyrir: „Þau sem þekktu hann, elskuðu hann“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Dánarorsök leikarans Ray Liotta hefur nú verið kunngerð, nærri ári eftir að hann lést í Dóminíska lýðveldinu, aðeins 67 ára að aldri.

Samkvæmt fjölmiðlum vestra lést Goodfellas leikarinn vegna öndunarfærabilunar og bráðrar hjartabilunar.

Liotta lést í svefni í Dóminíska lýðveldinu en þar var hann við tökur á kvikmyndinni Dangerous Waters. Lét hann eftir sig dótturina Karsen Liotta sem hann átti með fyrrum eiginkonu sinni og unnustuna Jacy Nittolo en hún átti fjögur börn úr fyrra hjónabandi. Stuttu eftir að leikarinn lést skrifaði Nittolo eftirfarandi texta á Instagram: „Það er ótrúlegt til þess að hugsa að mánuður sé liðinn. Það eru engin orð sem lýsa því hvað maður gengur í gegnum þegar maður verður fyrir svona óvæntum missi. Ég sakna hans hverja sekúndu dagsins. Hvern dag sé ég glitta í smá ljós með því að vera með börnum okkar, Dax, Karsen, Chazz, Jade og Joey. Í gegnum svo djúpan sársauka finn ég svo mikla ást og hlátur. Líf okkar nú er svo viðkvæmt en þó erum við öll að halda hvert öðru uppi. Það er eins og við séum ein stór, blönduð fjölskylda sem var ætlað að vera saman.“

Dóttir hans Karsen skrifaði einnig um föður sinn á Instagram:

„Þau sem þekktu hann, elskuðu hann. Þú ert besti pabbi sem nokkur getur beðið um. Ég elska þig. Takk fyrir allt ❤️.“

Stuttu eftir andlát Liotta var hann heiðraður með stjörnu á Hollywood Walk of Fame.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -