Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Dásamar Ágústu Skúladóttur: „Það sem þessi kona lætur eftir sig er hreint út sagt ótrúlegt “

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Karl Ágúst Úlfsson, leikari, leikstjóri og rithöfundur, dásamar leikstjórann Ágústu Skúladóttur í nýlegri færslu á Facebook. Og ástæðan er ósköp skiljanleg. Ágústa er nú að leikstýra fimm leikverkum á sama tíma, geri aðrir betur.

„- Ertu ekki að djóka í mér? sagði Ágústa.

Fyrsta svarið sem mér datt í hug var „Er ég vanur að djóka?“ en ég áttaði mig á að það væri trúlega ekki gott svar, svo ég sagði „Nei, ég er að tala um fimm sýningar. Fimm uppfærslur. Fimm leikstjórnarverkefni, five, fünf, cinco, cinque, fem… “
– Hættu að láta eins og þú kunnir öll heimsins tungumál, sagði hún og það er rétt að taka það fram að þetta var ekki illa meint, hvorki af hennar hálfu né minni.
En jú –
– Þú átt sannarlega fimm (five, fünf cinco, osfrv.) leiksýningar á íslenskum atvinnuleiksviðum á sama tíma!
– Gott og vel, sagði hún, en ég trúi þér ekki nema þú teljir þær upp.
Ég vissi að þetta var gildra, en ég gekk í hana og þess vegna birti ég listann hér.“

Og svo kom listinn og þvílíkur listi!

„Og þviíkt og annað eins! Sami leikstórinn á fimm sýningar á sama tíma! Ertu ekki að djóka?
En hvað um það, hér er listinn:
NJÁLA Á HUNDAVAÐI í Borgarleikhúsinu. Algjörlega myljandi fyndin sviðsversjón af Brennu-Njálssögu með snillingunum Hundi í óskilum.
BÍDDU BARA í Gaflaraleikhúsinu. Sýning um reynsluheim kvenna sem kemur okkur öllum við og hefur heldur betur hreyft við áhorfendum af öllum kynjum.
FÍFLIÐ i Tjarnarbíói. Kveðjusýning ykkar einlægs. Sýning sem ekki er ástæða til að hafa mörg orð um, en mér þykir einstaklega vænt um af skiljanlegum ástæðum.
HRÍMA í Tjarnabíói. Algjörlega einstök heilgrímusýning. Eftirminnlegasta grímusýning sem ég hef séð. Samt hef ég ferðast vítt og breitt um heiminn og horft á afsprengi fjölþjóðlegra hefða, en þetta snerti mig meira en allt annað sem ég hef séð í þessum leikhúsgeira.
MADAME TOURETTE í Tjarnarbíói. Sýning sem ég hefði ekki treyst neinum leikstjóra öðrum en Ágústu til að setja upp og gera að þeirri organdi snillld sem gefur áhorfendum tækifæri til að hlæja að hlutum sem þeim hefðu þótt óþægilegir undir öllum öðrum aðstæðum, og hefðu ekki veitt listakonunni Elvu Dögg tækifæri til að koma skilaboðum sínum á framfæri.“

Ágústa leikstýrir 5 sýningum á sama tíma!

Í lokaorðum sínum veltir Karl Ágúst fyrir sér spurningu sem á vel rétt á sér.

„Að lokum: Hefur einhver annar leiksjóri afrekað annað eins, hvort sem er hér á landi eða í öðrum löndum? Og þá er ég ekki bara að tala um magn, fjölda sýninga, heldu líka gæði. Guð minn góður, það sem þessi kona lætur eftir sig er hreint út sagt ótrúlegt í mörgum skilningi þess orðs.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -