Miðvikudagur 8. febrúar, 2023
-3.2 C
Reykjavik

Dita Von Teese þolir ekki hvíta veggi – dýr og litadýrð á heimili í L.A.

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Heather Renée Sweet betur þekkt sem Dita Von Teese á afar sérstakt heimili í Los Angeles. Dita sem er fyrirsæta og dansari birtist í mörgum af tónlistarmyndböndum Marilyn Manson en voru þau gift um nokkurt skeið.

Glamúr – á svo sannalega við þessa mynd

Heimili Ditu minnir helst á ævintýri en þar er mikil litadýrð og hvert herbergi hefur ákveðið þema. Þrátt fyrir að hafa búið í húsinu í sex ár segir Dita það enn ekki vera tilbúið og líkar henni að hafa mikið fyrir stafni. Hennar fyrsta verk var að mála alla veggi heimilisins í lit en segist hún hafa fælni fyrir hvítum veggjum.

Í andyrinu eru svanir og tré máluð á veggina – minnir óneitanlega á ævintýrið Dimmalimm ekki satt?
Blágrænn er ríkjandi í eldhúsinu – takið eftir ofninum fyrir neðan helluborðið.
Borðstofan er rauð og blá í hólf og gólf. Mynstrið er svolítið kínverskt
Ekki amalegt að fá sér kaffisopa í þessum garði

Dita á nóg af skóm – þvílíkt drauma herbergi
Grátt, silfur og speglar í svefnherbergi stjörnunnar
Tígrisdýr, apaköttur, páfagaukur, sjáið þið fleiri dýr í stofunni?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -