Love Guru er annað sjálf Þórðar Helga Þórðarsonar eða Dodda litla eins og hann er yfirleitt kallaður. Danssmellasmiðurinn Love Guru hefur að undanförnu verið áberandi á Facebook en í dag tók steininn úr.
Þórði Helga er margt til lista lagt en hann er ekki aðeins meðal vinsælustu útvarpsmanna landsins en hann á sér einnig annað sjálf, Love Guru. Love Guru hefur að undanförnu verið afar iðinn við kolann við að að birta skemmtileg myndbönd, auglýsingar og fleiri skemmtilegheit á Facebook-síðu sinni. Í dag gekk hann lengra en áður og birtir af sér ansi spaugilega ljósmynd af sér. Við myndina skrifaði hann „Nýja kærastan…“
Sjón er sögu ríkari:

Ljósmynd: Facebook