Föstudagur 13. september, 2024
1.8 C
Reykjavik

Dr. Gunni hitti hinn kínverska Bubba Morthens: „Honum hlakkar mikið til að sjá íslenska músík“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Gunnar Lárus Hjálmarsson eða Dr. Gunni eins og hann er gjarnan kallaður, hitti sannkallaða stórstjörnu í gær og segir frá því á Facebook.

Dr. Gunni birti ljósmynd á Facebook í gær þar sem sjá má hann ásamt kínversku rokkstjörnunni Cui Jian, sem ferðast nú um Ísland ásamt eiginkonu sinni. Jian er kallaður „Faðir kínversks rokks“ að sögn Dr. Gunna, hvorki meira né minna. Segir pönkarinn að kínverski vinur hans hafi oft komist í kast við kínversk yfirvöld og kallar hann „Bubba þeirra Kínverja.“

Hér má lesa færslu Dr. Gunna í heild sinni:

„Hitti merkilegan mann í gær, kínversku rokkstjörnuna Cui Jian, sem er hvorki meira né minna en „Faðir kínversks rokks“ og sá fyrsti þar á landi sem fór að sinna þessari tónlist djöfulsins. Hann hefur oft komist í kast við stjórnvöld, m.a. með plötunni Balls Under The Red Flag, og þótti m.a.s. of róttækur í Tiananmen uppreisninni. Hann má algjörlega kalla Bubba þeirra Kínverja. Hitti hann og eiginkonu og dóttur og þar sem allir veitingastaðir í bænum voru fullbókaðir fórum við í Tilveruna í Hafnarfirði og fengum toppfínan fisk. Svo sýndi ég þeim Bessastaði og þeim fannst mikið til koma að vopnaðir verðir væru ekki á hverju strái. Reyndar var einn löggubíll á vakt. Cui og co fer suðurströndina næstu daga en verður í bænum á Menningarnótt. Honum hlakkar mikið til að sjá íslenska músík, en ég sagði honum auðvitað að bærinn yrði iðandi í góðri list þann daginn.“

Hér fyrir neðan má svo hlusta á lagið Fljúgandi með Cui Jian.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -