Baráttu- og fjölmiðlakonan Edda Falak efast um miðvitundarstig kollega síns, Margrétar Friðriksdóttur hjá Fréttin.is. Á sama tíma og sú síðarnefnda krefjist 30 milljóna króna frá Icelandair vegna ærumeiðinga leyfi hún sér að henda fram meiðandi fullyrðingum um þá fyrrnefndu á samfélagsmiðlum.
Margrét krefur Icelandair um nærri 30 milljónir króna vegna brottvísunar úr flugvél í septembermánuði. Hún var á leiðinni til Rússlands í boðsferð þegar lögregla var kölluð til eftir að henni var tilkynnt um að handfarangur hennar yrði að fara í farangursrýmið vegna plássleysis; en sjálf sagðist Margrét hafa verið ósátt, en henni var sömuleiðis tilkynnt að hún þyrfti að nota andlitsgrímu. Eftir deilur milli starfsfólks og Margrétar var ákveðið að hún fengi ekki að fljúga með vélinni.
Edda gerir bótakröfu Margrétar að umtalsefni á Twitter-síðu sinni og birtir þar skjáskot þar sem finna má ummæli Margrétar á samfélagsmiðlum. Þar blandar hún Eddu Falak inn í umræðu um meint kynferðisbrot, líklega umræðu um tónlistarmanninn Auður, og sakar Eddu um óheiðarleika þegar kemur að meintum brotum Ingólfs Þórarinssonar tónlistarmanns, betur þekktur sem Ingó Veðurguð.
„Ég held hún hafi ekki verið með fulla meðvitund þegar hún skrifaði þetta,“ segir Edda undir tístið sitt.
Og vinir Eddu sýna henni stuðning í baráttunni gegn Möggu Frikka. Ragga nokkur er ein þeirra. „Hún er bara í alvörunni að segja að það sé í lagi að nauðga 15-17 ára því þá eru börn með fulla meðvitund? Hvernig er hægt að vera svona ógeðsleg!,“ segir hún. Og Kleópatra tekur í sama streng. „Þessi kona er holdgervingur illskunnar. Þvílíkur viðbjóður!,“ segir hún.
Að krefja Icelandir um 30 milljónir fyrir ærumeiðingar, þjáningu og áfallastreitu, og á sama tíma vera bara: pic.twitter.com/XsD7zVECGD
— Edda Falak (@eddafalak) October 16, 2022