Fyrir þá sem eltast við góðar dagsetningar má með sanni segja að dagsetningin í dag, 22.
febrúar á þessu herrans ári 2022 sé fullkomin þar sem hún myndar: 22.2.22. Ástfangin pör
eru mögulega í hrönnum um allan heim að gifta sig eða trúlofast í dag til að eignast hlut í
þessari dagsetningu.
Þegar litið er til baka hvað gerðist á þessum degi kemur í ljós að ein frægasta kind í heimi á
afmæli í dag, en það er hún Dollý. Hefði hún orðið 25 ára en hún var fyrsta klónaða
spendýrið í heiminum. Þessi umdeilda tilraun vakti heimsathygli og straumhvörfum í þróun
genatískra dýra.

Þeir sem kynnu að trúlofa sig, gifta sig, eignast barn eða eiga afmæli á þessari flottu
dagsetningu, innilega til hamingju með daginn!