Föstudagur 19. apríl, 2024
6.1 C
Reykjavik

Ekkert hæft í orðrómi um framhjáhald A$AP Rocky – Hjúin flogin til Barbados í ró og næði

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Söngkonan Rihanna og rapparinn A$AP Rocky sáust á alþjóðaflugvellinum Grantly Adams á Karabísku eyjunni Barbados í fyrradag en eyjan er heimaland Rihönnu. Hjúin eiga von á sínu fyrsta barni á allra næstu mánuðum. Orðrómur um framhjáhald rapparans komst í hámæli daginn áður.

Þann 14 apríl var því haldið fram í færslu á Twitter að A$AP Rocky hefði haldið framhjá Rihönnu með Aminu Muaddi, hönnuð sem hannar Fenty skó Rihönnu. Amina var fljót að skjóta niður orðróminn og sagði hann illgjarnan og ástæðulausar lygar.

Orðrómurinn fór sem eldur í sinu um samfélagsmiðlana vestanhafs þar til Amina fann sig knúna til að birta yfirlýsingu á Instagram þar sem hún neitaði slúðrinu. „Í upphafi bjóst ég við að þetta gervislúður, sem var búið til með svo illgjörnum ásetningi, yrði ekki tekið alvarlega. En ég sé nú að við lifum í samfélagi þar sem fólk er fljótt að stökkva á slúðrin, burtséð frá staðreyndum og að ekkert sé heillagt í þeim efnum. Ekki einu sinni þegar um er að ræða konu sem er að upplifa fallegustu og hátíðlegustu tíma lífs síns,“ sagði hún meðal annars og átti þá við óléttu Rihönnu.

Sá sem bar ábyrgð á orðróminum ósanna, tískuáhrifavaldurinn Louis Pisano sendi einnig frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar. „Í gær tók ég þá heimskulegu ákvörðun að tvíta smá upplýsingum sem mér barst til eyrna. Ég ætla ekki að tala um heimildir mínar, kenna öðrum um umræðurnar sem sköpuðust og svo framvegis, því þegar allt er á botninn hvolft er það ég sem tók þá ákvörðun að skrifa tvítið, ýta á senda og setja það á netið undir mínu nafni.“

Sjálf hafa Rihanna og A$AP Rocky ekkert tjáð sig um málið en ástæða þess að þau dvelja nú á Barbados ku vera sú að þau vildu fá hvíld og ró.

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -