Þriðjudagur 10. september, 2024
4.9 C
Reykjavik

Elísabet ánægð hvað Hrafn var góður bróðir: „Ég syrgi og sakna hans alveg hamslaust“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

„Auðvitað syrgi ég og sakna hans alveg hamslaust en það er samt eitthvað í mér sem er að horfa á það góða. Góðu minningarnar og það góða sem hann gerði,“ segir rithöfundurinn Elísabet Jökulsdóttir um sorgina og nýlegan bróðurmissinn. Hrafn bróðir hennar lést í september 56 ára að aldri eftir stutta baráttu við krabbamein.

Elísabet ræddi bróðurmissinn í þættinum Einkalífinu og segist þar reyna í dag að nálgast missinn á öðrum forsendum.

„Ég var komin með nóg af sorg. Þegar bróðir minn dó hugsaði ég, get ég farið að syrgja hann eða á ég að vera einhvern veginn bara ánægð með hans líf, ánægð með hvað hann var góður bróðir.“

Eðlilega var fráfall Hrafns Elísabetu mikið áfall. „Það var eins og ég væri slegin framan á bringuna. Ég vissi ekkert í hvaða átt ég ætti að halda. Ég ruglaðist bara. Þetta var eins og að vera villtur í skógi. Ég vissi ekkert. Þegar hann dó þá var það svo skrítið og óskiljanlegt.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -