Líkt og sagt var frá í dag er Elísabet Kristín Jökulsdóttir orðin langamma en sonarsonur hennar, Gabríel Brim eignaðist fallega dóttur. Mannlíf hefur nú fengið leyfi til að birta ljósmyndir af hinu glænýja stúlkubarni.
Mannlíf spurði í fáfræði sinni hvort Elísabet fyndi einhvern mun á að verða langamma og það þegar hún varð amma í fyrsta skipti. Og svar Elísabetar olli ekki vonbrigðum:
„Þegar ég varð amma fannst mér ég vera ómissandi, að þetta gæti ekki gerst án mín, og á hinn bóginn væri ég alveg þarflaus í þessu samhengi. Fyrir utan nú tilfinningarússíbanann. En ég varð svo viðkvæm eftir að ég varð langamma að ég þoldi ekki að vera í ull og gat varla látið vatn renna á mig, ég varð svo viðkvæm í húðinni en aðallega er ég stolt af sonarsyni mínum að hafa komið henni í heiminn.“

Ljósmyndir: Facebook