Föstudagur 9. desember, 2022
-1.2 C
Reykjavik

Emma Watson og Tom Felton opinbera ást sína: „Þetta er ein hreinasta ást sem ég þekki“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Í fjöldi ára hafa verið uppi vangaveltur aðdáenda Harry Potter kvikmyndanna um ástarsamband milli tveggja leikara úr myndinni. Leikararnir, Emma Watson, sem lék Hermoine Granger og Tom Felton, sem lék Draco Malfoy svara vangaveltunum loksins í nýrri sjálfsævisögu Feltons.

Alveg frá því að Emma Watsons sagði frá því að hún hefði verið skotin í Felton þegar hún lék í fyrstu kvikmyndinni um galdrastrákinn Harry Potter, hafa aðdáendur spáð í spilin og velt fyrir sér hvort þau hafi einhverntíman átt í ástarsambandi. Leikararnir hafa áður reynt að útskýra samband þeirra en fóru meira á dýptina í nýrri sjálfsævisögu Tom Felton sem ber heitið Beyond the Wand: The Magic and Mayhem of Growing Up a Wizard en formálann skrifar Emma.

„Líkt og Tom, hef ég alltaf átt erfitt með að útskýra fyrir fólki hverskyns tengingu og samband við erum í,“ skrifaði Emma. „Í meira en tuttugu ár höfum við elskað hvort annað á sérstakan hátt og ég hef týnt tölunni yfir skiptin sem fólk hefur sagt við mig „Þið hljótið að hafa dottið í það og dottið í sleik, bara einu sinni! Þið hljótið að hafa kysst! Það hlýtur að vera eitthvað!“,“ bætti hún við.

En hver er sannleikurinn? Emma skrifaði áfram: „En það sem við höfum er mun dýpra en það. Þetta er ein hreinasta ást sem ég þekki. Við erum sálufélagar og við stöndum alltaf með hvoru öðru. Ég veit að það verður alltaf þannig.“

Emma sagði einnig í formálanum: „Stundum finnst mér erfitt að lifa í heimi þar sem fólk er svo fljótt að dæma, efast, að efast um ásetning. Tom gerir það ekki. Ég veit að jafnvel þegar ég geri mistök, þá skilur hann að mínar fyrirætlanir eru góðar. Ég veit að hann mun alltaf trúa mér. Jafnvel þó hann hafi ekki séð heildarmyndina, þá mun hann aldrei efast um að ég hafi viljað vel og mun hafa gert mitt allra besta. Það er sönn vinátta og að vera séð og elskuð á þennan hátt er ein besta gjöf lífs míns.“

Samkvæmt ENews! byrjuðu kynni leikaranna ekkert voðalega vel en Emma játaði í bókinni að „samband okkar byrjaði ekkert voðalega vel“ en svo hafi það lagast og þau náð að þróa með sér vináttu. Felton skrifar um það síðar í bókinni: „Ég elskaði alltaf Emmu á laun, þó það sé ekki ást sem kannski margir vilja heyra um. Það þýðir samt ekki að það hafi aldrei verið neistar á milli okkar. Það voru pottþéttir neistar en bara á mismunandi tímum.“

- Auglýsing -

Þó engin rómantík hafi kviknað við þessa neista, elska þau hvort annað sem vinir. „Ég held að ég hafi aldrei verið ástfanginn af Emmu,“ útskýrði Felton og hélt áfram: „En ég elskaði hana og dáðist að henni sem manneskju á þann hátt sem ég hef aldrei getað útskýrt fyrir öðrum.“

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -