Miðvikudagur 29. júní, 2022
14.8 C
Reykjavik

Er Tinder svindlarinn kominn til Íslands? Skjáskotum dreift á Twitter

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Simon Leviev er ísraelskur svikahrappur sem notaði ótrúlegar aðferðir til að svindla á konum, í heildina hafði hann af þeim rúma tíu milljón dollara. Hann notaði stefnumótaforritið Tinder til að lokka til sín fórnalömb.

Heimildarmyndin The Tinder Swindler fjallar um glæpi Simon og fórnalömb hans en hún hefur notið mikilla vinsælda um allan heim á Netflix.

Simon fékk 15 mánaða fangelsisdóm fyrir fjársvik árið 2019 en sat aðeins inni í fimm mánuði vegna kórónuveirunnar, síðan þá hefur hann lifað góðu lífi.

Nú hefur skjáskotum verið dreift á Twitter, þar virðist Simon vera mættur til leiks á Íslandi með nýjan Tinder aðgang, ekki er þó staðfest að um Simon sjálfan sé að ræða en einfalt er að gera Tinder aðgang undir fölsku flaggi.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -