Laugardagur 25. júní, 2022
7.8 C
Reykjavik

Erna: „Ég er búin að gráta meira en hlæja – Þetta er raun­veru­leikinn minn þessa með­göngu“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

„Ég á­kvað strax að ég yrði hrein­skilin við mig sjálfa þessa með­göngu og ykkur líka. Þið hafið fengið að sjá allar hliðar. Þær eru heldur betur búnar að vera krefjandi. Ég ætla ekki að þykjast vera búin að eiga glimmer með­göngu þegar hún var það bara alls ekki, heldur langt því frá.

Þetta er raun­veru­leikinn minn þessa með­göngu. Ég er búin að gráta meira en hlæja og ég er búin að vera fyrir utan líkamann minn frá því þetta ferða­lag hófst. Mjög undar­leg til­finning. Bæði ógn­vekjandi en á sama tíma sýnir hversu magnaður líkaminn er. Hann fékk þetta verk­efni og er að tækla það eftir bestu getu og þarna inni eru tveir gormar sem urðu til þrátt fyrir allt,“ segir Erna Kristín Stefáns­dóttir á­hrifa­valdur og guð­fræðingur í færslu á Insta­gram í gær,

Ég hef aldrei verið eins stolt af líkamanum mínum og núna,“ segir hún, en hún og eigin­maður hennar, Bassi Ólafs­son eiga von á tví­burum á næstu dögum.

Hún segir líkams­í­myndina hafi ekki verið nægi­lega góð í byrjun með­göngunnar, en hún sé stolt af því að verða vitni af því hvernig líkaminn tekst á við það erfiða verk­efni sem tví­bura­með­ganga er.

Þá segist hún ekki getað beðið eftir að endur­heimta musterið sitt aftur.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -