Föstudagur 3. febrúar, 2023
2.1 C
Reykjavik

Fegurðardísin Gal Gadot og fleiri stórleikarar á leið til landsins

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Frá og með 2. apríl verða nokkrar götur í miðborg Reykjavíkur lokaðar í fjóra daga vegna kvikmyndataka fyrir Netflix. Myndin sem um ræðir er njósnaratryllinn „Heart of Stone“ og mun ísraelska stórleikkonan Gal Gadot (36), fara með aðalhlutverkið í myndinni.

Greint er frá því að framleiðsluteymið hafi verið í samstarfi við Reykjavíkurborg, Vegagerðina, lögregluyfirvöld og Hörpu. Alls mun verða 600 manns í tökuliðinu, auk 400 aukaleikara.

Tökur hefjast í byrjun apríl og verða flóknustu atriðin tekin upp við Frakkastíg, Sæbraut og við Hörpu og verða þessir staðir lokaðir í nokkrar klukkustundir á meðan tökum stendur.

Leikkonan varð heimsfræg eftir hlutverk sitt sem „Wonder Woman í Batman v Superman: Dawn of Justice.“ Meðal leikara í þeirri mynd voru Jamie Dornan, Alia Bhatt, Sophie Okonedo, Matthias Schweighöfer, Jing Lusi og Paul Ready.

Framleiðslufyrirtækið á bakvið Heart of Stone er Skydance Media, þekkt fyrir verk sín á Mission: Impossible: Fallout, The Old Guard, Annihilation, Top Gun: Maverick og mörgum fleiri. Myndinni verður leikstýrt af Tom Harper (áður Peaky Blinders, The Aeronauts, Wild Rose, War & Peace og fleiri.

- Auglýsing -

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -