Miðvikudagur 24. apríl, 2024
8.1 C
Reykjavik

Frosti gefur drengjum ráð við ástarsorg: „Ekki festast í eigin þráhyggju“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Frosti Logason hlaðvarpsstjórnandi birti brot úr nýjum Harmageddon-hlaðvarpsþætti sínum á YouTube. Þar gefur hann karlmönnum ráð við ástarsorg.

Í myndbrotinu sem sjá má hér að neðan, les Frosti færslu frá nafnlausum meðlimi karlahópsins Pabbatips á Facebook. Sá nafnlausi er að biðja um hjálp því hann sé í ástarsorg og sjái enga aðra leið út úr henni nema dauðann sjálfan. Frosti les svo nokkur falleg ráð frá öðrum meðlimum hópsins og kemur svo með ráð frá sjálfum sér.

Lífsreglurnar fjórar

Frosti talar um „Lífsreglurnar fjórar“ sem fengnar eru úr samnefndri bók eftir don Miguel Ruiz. Þegar hann klárar að fara yfir reglurnar í stuttu máli segir hann: „Þetta er mjög góð bók og hjálpaði mér mikið á sínum tíma og getur hjálpað öllum. Ég myndi nú mæla með þessari bók fyrir þennan unga mann.“ Bætir Frosti svo við: „En síðan er það hitt, ástarsorg er eitthvað sem allir hafa lent í að minnsta kosti einu sinni á ævinni. En þú færð engan leiðarvísi í skóla hvernig þú eigir að díla við það. Og það getur verið mjög erfitt, að minnsta kosti í fyrsta skiptið, að lenda í svona. Og maður veit stundum ekkert hvernig maður á að snúa sér og maður heldur einhvern veginn að maður sé sá eini sem hafi lent í þessu. Þannig að manni dettur ekki í hug að spyrja mikið eða tjá sig. Ég veit að ég get talað fyrir mína persónu og þá heimfært það á aðra karlmenn, eða drengi. Þegar maður lendir í þessu fyrst, þá getur maður gert mjög sturlaða hluti. Maður getur lent í mikilli þráhyggju og höfnunartilfinningin er hræðileg og maður getur sagt og gert tóma vitleysu. Þess vegna er gott að geta talað við aðra, speglað sig og fá einmitt lánaða dómgreind og hlusta. Í öllum tilfellum þar sem kona fer frá þér, geturðu alltaf fundið þér aðra og pottþétt betri konu. Aðaláherslan sem þú þarft að leggja er á sjálfan þig, að þú sért góður maður.“ Bætti Frosti við að fyrst þurfi maður að vera góður maki til að draga að sér góðan maka. „Fókusinn á alltaf að vera hvernig get ég gert mig að betri manneskju og þá færðu einhvern sem þú átt skilið. Ef maður er í tómu rugli og vitleysu þá dregur maður að sér manneskju sem er í tómu rugli og vitleysu.“

Mikilvægt að hlusta á vinina

Frosti segir að vinirnir séu mjög mikilvægir í ferlinu. „Þetta er drullu erfitt að lenda í þessu og maður sér ekki sólina og maður sér ekki að lífið geti haldið áfram af því að þessi manneskja er farin eða þessi manneskja sveik mann eða stakk mann í bakið og svo framvegis. Og það er erfitt að komast út úr því en svo getur einhver vinur þinn verið á hliðarlínunni og sagt „Heyrðu Frosti, þessi manneskja var bara algjört rusl“ en maður sér þetta ekki.“ Segir hann að það sé auðvelt fyrir þann sem horfir á málið fyrir utan „storminn“ að sjá að þetta er ekki svona mikið mál og að maður eigi bara að komast yfir þetta. „Og það yfirleitt þannig en það er svo erfitt fyrir mann að sjá það þegar maður er inni í þessum stormi sjálfur. Þessum tilfinningastormi.“ Frosti segir að þess vegna eigi maður að reyna að hlusta á vini sína og „festast ekki í eigin þráhyggju“.

- Auglýsing -

Hægt er að hlusta á bútinn hér fyrir neðan:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -