Miðvikudagur 6. nóvember, 2024
5.6 C
Reykjavik

Gefa partísenu Íslands vítamínsprautu: „Erfðaefnið alltaf til staðar“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Hljómsveitin Eldmóðir gaf út plötuna Endalok á tóma tappa síðustu viku en að sögn Þráins og Óla Hrafns skipta hljómsveitina er plötunni ætlað að vera vítamínsprauta í íslensku partísenuna en platan er önnur plata þeirra á árinu.

Mannlíf ræddi við Þráinn „Thrilla GTHO“ Þorsteinsson um nýjustu plötu þeirra félaga.

„Óli Hrafn er mikil alæta á tónlist er hálfgert tónlistarkamelljón,“ sagði Þráinn um þá ákvörðun að blanda saman mörgum tónlistarstefnum á plötunni. „Til að mynda hefur hann verið duglegur að gefa út fjölbreytt efni undir listamannsnafninu Holy Hrafn, allt frá funkplötum yfir í danstónlist og hefur verið að DJa eigið efni á danstónlistarkvöldum. Við hittumst reglulega heima hjá honum og rúllum í gegnum það nýjasta sem hann hefur verið að vinna í og í miðjum danstónlistarfasa hans þá settum við til hliðar nokkra grunna að lögum sem okkur langaði að taka lengra undir rappflagginu Eldmóðir. Við höfðum áður gefið út lagið Stefán Braga árið 2023 sem var smá tilraunamennska hjá okkur í þessa átt og viðtökurnar við því lagi hvatti okkur áfram á þessari braut.“

Brjóta eigin reglur

En hver er munurinn á þessari plötu og seinustu plötu?

„Endalok á tóma tappa er þriðja plata okkar og önnur platan á árinu 2024. Við erum að vinna út frá því módeli að gefa út 5 laga smáskífu að vori og aðra að hausti,“ sagði Þráinn. „Það eru ekkert endilega skýr mörk á milli vinnunnar sem fer í hverja plötu svo það kemur alveg fyrir að við séum að klára síðustu lögin á einni plötu á sama tíma og við erum byrjaðir á næstu með öðruvísi hljóm. Fyrri plata ársins, Láttu loga, er töluvert meiri hiphop plata en EÁTT, á meðan hugmyndin var að EÁTT gæti vel átt heima í næsta heimapartýi eða skemmtistað á föstudagskvöldi er Láttu loga platan sem þú spilar á rúntinum á dimmu fimmtudagskvöldi á leið úr Árbænum í Vesturbæinn. Láttu loga var líka hugsuð sem annar hluti þríleiks sem hófst með fyrstu plötu okkar, Bálsýnir, árið 2023 og er því í sama anda og sú plata.“

„Við erum eiginlega svolítið ósamkvæmir sjálfum okkur með því að brjóta vinnuregluna okkar varðandi tvær útgáfur á ári því í lok nóvember kemur út önnur 5 laga plata sem var að koma úr masteringu,“ sagði Þráinn um framhaldið hjá hljómsveitinni. „Okkur finnst gaman að hugsa verkefnin okkar eins og litlar bíómyndir, þó við séum að flakka svolítið til í stefnum eða áherslum er Eldmóðir erfðaefnið alltaf til staðar. Á sama hátt og myndir eftir Coen bræður geta verið um ólíkt fólk á ólíkum tímum þá finnur þú vel fyrir því að þú sért að horfa á Coen mynd. Árið 2025 er líka nokkuð vel stillt upp þar sem við erum byrjaðir að vinna í vorútgáfunni okkar, Til kaldra kola, sem mun loka drungalega hiphop þríleiknum okkar,“ sagði Þráinn að lokum.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -