Fimmtudagur 18. ágúst, 2022
11.8 C
Reykjavik

Goodfellas-leikarinn Paul Sorvino er látinn: „Viss að ég verði ekki sá eini sem mun sakna hans!“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Leikarinn Paul Sorvino er látinn, 83 ára að aldri. Lést hann við hlið konu sinnar í gærmorgun.

Paul Sorvino, sem þekktastur er fyrir leik sinn í hinni stórgóðu krimmamynd, Goodfellas, lést á gærmorgun. Í fréttatilkynningu sem barst frá kynningarfulltrúa hans, Roger Neal, kom fram að leikarinn hafi andast við hlið konu sinnar, Dee Dee Sorvino. Sagt er frá þessu á ETonline.com.

„Hjörtu okkar eru brotin, það verður enginn annar Paul Sorvino, hann var ástin í lífi mínu og einn sá allra besti listamaður sem stígið hefur á svið og birst á hvíta tjaldinu,“ sagði Dee Dee í tilkynningu, en þau giftust árið 2014.

Leikarinn góðkunni lést af náttúrulegum orsökum en hann hafði glímt við heilsufarsvandamál síðustu árin, samkvæmd fréttatilkynningunni.

Sorvino var ekki aðeins þekktur Hollywood-leikari heldur var hann einnig óperusöngvari, handritshöfundur, sjónvarpsstjarna og virtur myndhöggvari.

Joe Pesci, sem lék með Paul í Goodfellas sendi frá sér tilkynningu vegna andláts hans: „Frábær leikari, mjög næmur maður. Ég er alveg viss að ég verði ekki sá eini sem mun sakna hans!“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -