Miðvikudagur 4. desember, 2024
1.8 C
Reykjavik

Gústaf í hjartaþræðingu og Brynjar í stranga sterameðferð: „Við bræðurnir erum hálf heilsulausir“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -
Bræðurnir Brynjar, að­stoðar­maður dóms­mála­ráð­herra, og Gústaf Níelssynir segjast hálf heilsulausir þessi misserin. Sá fyrrnefndi byrjar í morgun í strangri sterameðferða á meðan sá síðarnefndi bíður hjartaþræðingar.
Það er Brynjar sem fjallar um heilsuleysi bræðranna í færslu á Facebook. Gústaf býr nú hjá bróður sínum á meðan hann bíður eftir kallinu í þræðingu.
„Það tekur mjög á Soffíu að sitja með okkur báða á heimilinu í einu og það er örugglega ekki á færi nokkurs annars að lifa það af. Tveir ræningjar eru þó alla jafna auðveldari viðfangs en þrír. En við bræðurnir erum hálf heilsulausir og þarf því að hafa meira fyrir okkur en ella,“ segir Brynjar og heldur áfram:
„Gústi er soldið spes, eins og sagt var um skrítna fólkið í gamla daga. Hann er að bíða eftir að komast í hjartaþræðingu en hann situr bara við tölvuna og passar sig á að hreyfa sig ekki neitt nema þegar hann á erindi í ísskápinn eða nammiskúffuna, sem er að vísu alloft. Eftir að hafa búið með Gústa í nokkra daga er ég enn sannfærðari en áður að sagan sé sönn um að pabbi hafi fundið hann í vöggu á ruslahaug í sígaunaþorpi á Ítalíu á sínum tíma.“
Þar sem þeir bræður búa nú saman segir Brynjar að hratt gangi á allar birgðir heimilisins. „Allar bjórbirgðir heimilisins eru þrotnar en hann telur sig vera að bjarga verðmætum því bjórinn sé að renna út á tíma. Ég held að það verði mjög mikil áskorun fyrir lækna að þræða þetta hjarta,“ segir Brynjar og vekur máls á því að ástandið sé lítið betra hjá honum sjálfum:
„Ég var að byrja í morgun í strangri sterameðferð. Læknirinn upplýsti mig um að henni muni fylgja ýmsar aukaverkanir. Ég muni verða uppstökkur og úrillur, fitna skart og gæti orðið soldið ofvirkur. Soffía sagði nú við lækninn að hún sæi nú ekkert nýtt í þessu nema þá ofvirknina og hún myndi fagna henni og vonaðist þá til að ég myndi gera loksins eitthvað.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -