Sunnudagur 2. október, 2022
7.8 C
Reykjavik

Harrison Ford hitti gamlan meðleikara eftir 38 ára aðskilnað: „Ég elska þig Indy“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Ke Huy Quan og Harrison Ford sameinuðust á ný eftir 38 ára aðskilnað en þeir léku saman í kvikmyndinni Indiana Jones and the Temple of Doom (ísl. Indiana Jones og musteri óttans) árið 1984 en kvikmyndin sló heldur betur í gegn.

Besta kvikmynd níunnar?

Quan, sem nú er 51 árs gamall, birti fallega mynd af sér á Instagram í faðmlögum við hinn áttræða Ford en þeir hittust á Disney D23 Expo ráðstefnu um helgina.

Quan, sem lék hinn bráðfyndna krakka Short Round í kvikmyndinni, skrifaði stuttan en fallegan texta við ljósmyndina: „Ég elska þig Indy.“ Bætti hann svo við: „Indiana Jones og Short Round sameinaðir á ný eftir 38 ár.“

Þetta gleður mörg miðaldra hjörtu.
Ljósmynd: Instagram-skjáskot

Quan lék einnig í annarri klassískri kvikmynd frá níunda áratugnum, Goonies og lék í smærri hlutverkum eftir það. Svo hvarf hann smá saman úr kastljósinu en er nú snúinn aftur en hann lék nýverið í hinni stórfurðulegu en frábæru Everything Everywhere All at Once sem hefur fengið frábæra dóma bæði gagnrýnenda og áhorfenda.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -