Föstudagur 29. mars, 2024
2.8 C
Reykjavik

Harry prins fer til Hollands – Drottningin hefur aldrei hitt dóttur hans

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Harry Bretaprins(37) ætlar að gera sér ferð til Hollands í næsta mánuði. Tilgangur ferðalagsins er að fara á Invictus leikana sem eru alþjóðlegir íþróttaleikar. Á leikunum keppa fyrrverandi hermenn í hinum ýmsu íþróttagreinum en eiga þeir það allir sameiginlegt að hafa sem hafa slasast eða veikst við herþjónustu.

Þá hefur Harry ákveðið að mæta ekki í minningarathöfn Filippus prins, afa síns sem á að fara fram skömmu fyrir leikana í Hollandi en fjallaði miðillinn ET um málið.
Harry er nú búsettur í Bandaríkjunum með eiginkonu sinni Meghan hertogynju og tveimur börnum en eignuðust þau annað barn sitt, stúlku, síðasta sumar. Karl Bretaprins og Elísabet hafa aldrei hitt stúlkuna en hefur Harry lýst því yfir um nokkurt skeið að hann vilji helst ekki heimsækja Bretland sökum skorts á öryggisgæslu.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -