Föstudagur 2. júní, 2023
9.8 C
Reykjavik

Illugi hitti tvær eldri konur í pottinum: „Alltaf skaltu vera jafn djöfull merkileg með þig“

Helgarviðtalið

- Auglýsing -

Orðrómur

- Auglýsing -

Illugi Jökulsson varð vitni að ansi sérkennilegu en skemmtilegu samtali tveggja eldri kvenna í heita pottinum í gær.

Fjölmiðlamaðurinn vinsæli, Illugi Jökulsson birtir reglulega örsögur úr heita pottinum á Facebook-síðu sinni og hafa þær mælst ansi vel hjá lesendum hans. Sú nýjasta segir frá tveimur eldri konum sem áttu í ansi sérstökum samskiptum í pottinum. Saga er sjón ríkari:

„Í heita pottinum rétt áðan sat kona, líklega komin nærri áttræðu, og dormaði. Þá kemur önnur kona á svipuðu reki og stígur niður í pottinn. Sú fyrri rekur upp stór augu og segir: „Nei, Helga mín, ert þú ekki í útlöndum?“

Sú seinni hallar undir flatt, fær sér sæti en segir ekkert.
Eftir nokkra stund segir sú fyrri, ögn sár: „Þú svarar engu?“
Þá sagði sú seinni: „Þú spurðir hvort ég væri í útlöndum. Ég þarf ekkert að svara því. Þú sérð að ég er ekki í útlöndum.“
Það skall á þögn. Svo segir sú fyrri skyndilega og hirðir ekki um hverjir heyra:
„Alltaf skaltu vera jafn djöfull merkileg með þig.“
Hin svarar eldsnöggt:
„Ég er þó ekki alltaf að þvaðra eintóma andskotans vitleysu.“
Það skall aftur á þögn. Svo lengri þögn. Þegar ég var að búast til að fara, heyri ég að sú fyrri segir:
„Jæja, Helga mín, hvernig hefurðu það annars?“
Og Helga svaraði: „Ja, það er nú bara svona mesta furða, vinan“.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -