Miðvikudagur 24. apríl, 2024
9.1 C
Reykjavik

Illugi rifjar upp mjaltarkennslu í Stóru-Ávík: „Unnur var frábær og næmur kennari“

VefTv

- Auglýsing -

Hlaðvörp

- Auglýsing -

Illugi Jökulsson rifjar upp gamla og úrelta verkkunnáttu sína í nýlegri Facebook-færslu.

Hinn vel metni rithöfundur og fjölmiðlamaður, Illugi Jökulsson, segist óttast að sú kunnátta hans, að mjólka kýr, deyji út með honum. Í ljúfsárri færslu á Facebook skrifar Illugi um það Unnur Aðalheiður Jónsdóttir frá Stóru-Ávík við Trékyllisvík á Ströndum, kenndi honum ungum að mjólka kýr. En nú sé sú verkkunnátta úrelt og segist Illugi leiðast það „furðu mikið“ að fá ekki tækifæri til að kenna börnum sínum og barnabörnum handtökin við mjaltirnar.

Færsluna má lesa hér að neðan.

„Ég kann að mjólka kýr.

Hún Unnur í Stóru-Ávík kenndi mér það þegar ég var 12 ára og þó ég segi nú loksins sjálfur frá, þá tókst mér ágætlega upp. Unnur var frábær og næmur kennari, og mér var einhvern veginn í lófa lagið að beita hárréttum, hárfínum þrýstingi svo mjaltirnar gengu bæði fljótt og vel og kýrnar voru sáttar. Mér hlýnaði ekki oft meir um hjartarætur þau árin en þegar Unnur sagði einu sinni við mig á sinn hægláta hátt þegar við vorum tvö að mjólka eitthvert sumarkvöldið: „Ég held svei mér þá að blessaðar skepnurnar kjósi heldur að þú mjólkir þær en ég.“
Fyrir sunnan hafði ég ekki orð á þessum hæfileika mínum. Heima á Drafnarstíg hafði mamma löngu kennt okkur að maður ætti ekki að monta sig, og mér sagði svo hugur að hinir nýju vinir mínir í Hagaskólanum mundu ekki endilega hafa sérlega mikinn áhuga á frama mínum við mjaltir.
En ég kem þessu sem sagt loksins á framfæri hér. Um leið viðurkenni ég að mér leiðist furðu mikið að fá ekki tækifæri til að koma þessari úreltu kunnáttu, handmjöltunum, áfram til barna og barnabarna. Mér finnst eins og með mér muni mikilvæg verkkunnátta, að ég segi ekki nánast listgrein Unnar í Stóru-Ávík, deyja út“

Ljósmyndina við fréttina tók Simaron.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. Mannlíf áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.
 

Lestu meira

- Auglýsing -

Veistu meira um málið?

Deila

Nýtt í dag

Mest lesið í vikunni

Raddir

Í fréttum er þetta helst...

- Auglýsing -